Erlent

Kvenlegt innsæi varð Arnold að falli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Arnold Scharzenegger á ekki sjö dagana sæla í einkalífinu um þessar mundir. Mynd/ afp.
Arnold Scharzenegger á ekki sjö dagana sæla í einkalífinu um þessar mundir. Mynd/ afp.
Það var hvorki sektarkennd, né ótti vegna frásagna í bókarskrifum, sem varð til þess að Arnold Schwarzenegger neyddist til þess að afhjúpa leyndardóminn að baki launsyni sínum - það var innsæi Mariu Shriver sjálfrar.

Eins og fram kom í fjölmiðlum á dögunum standa Scwarzenegger og Shriver í skilnaði um þessar mundir. Ástæðan er sú að upp komst að Scwarzenegger á son með konu sem starfaði á heimili þeirra hjóna. Sonurinn er núna kominn á táningsaldur. Shriver hafði lengi grunað hver væri faðir barnsins. Að lokum ákvað hún að spyrja móður barnsins hver faðirinn væri. Hún brotnaði þá niður og viðurkenndi að það væri Scwarzenegger, samkvæmt sameiginlegri eftirgrennslan RadarOnline og Star. Húshjálpin, sem hafði starfað í 20 ár hjá Schwarzenegger og frú, sagði upp störfum í janúar og fyrir fáeinum dögum viðurkenndi Schwarzenegger allt opinberlega.

Maria Shriver réð skilnaðarlögfræðing í gær, en þó þykir ekki liggja ljóst fyrir hvort af skilnaðinum verði í raun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×