Erlent

Hundruðir syrgðu vin sinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá slysstað. Pilturinn var á Svalbarða með skólafélögunum þegar slysið varð. Mynd/ AFP
Frá slysstað. Pilturinn var á Svalbarða með skólafélögunum þegar slysið varð. Mynd/ AFP
Útför pilts, sem hvítabjörn drap á Svalbarða fyrr í mánuðinum, var gerð frá Salisburykapellunni í Bretlandi í dag. Pilturinn var nemandi í Eton skólanum og var í skólaferðalagi með félögum sínum þegar hann dó. Hann var sautján ára gamall. Sky fréttastofan segir að fjölskylda hans hafi verið viðstödd útförina auk hundruða vina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×