Í meðfylgjandi myndasafni má sjá Jennifer Lopez, 42 ára, taka á móti börnunum sínum, tvíburunum Max og Emme, þar sem hún var við tökur á nýju tónlistarmyndbandi við lagið Papi. Þá má sjá Jennifer keyra um á Fiat bifreið með aðdáendur hlaupandi á eftir sér.
Jennifer er fræg fyrir primadonnustæla en fólkið sem vinnur með henni við tökur á kvikmyndinni What to Expect When You're Expecting er orðið langþreytt á kröfunum.
Búningsherbergi Jennifer þarf að vera skjannahvítt eins og það leggur sig svo henni líði vel þar inni, og það á við um allan húsbúnaðinn líka. Þá eru sérsniðnar reglur í kringum Jennifer um að enginn má svo mikið sem yrða á hana nema viðkomandi hafi fengið sérstakt leyfi fyrirfram.
Stjörnustælar í minni
