Brýnt að losa höftin sem fyrst 8. september 2011 06:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri fjallaði um áætlun stjórnvalda og Seðlabankans um afnám hafta. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir brýnt að losa gjaldeyrishöftin sem fyrst, þar sem kostnaður við þau vaxi með tímanum. Ábatann af hröðu afnámi verði hins vegar að meta á móti skammtímakostnaði vegna óstöðugleika á gjaldeyrismarkaði sem losunin geti valdið. Þetta kom fram í erindi sem Már hélt á fundi félags löggiltra endurskoðenda í gær. Már sagði höftin hafa verið sett á til að stöðva frjálst fall krónunnar í framhaldi bankahrunsins. Þá hafi þau veitt skjól fyrir endurskipulagningu efnahagsreikninga og mildað samdrátt í hagkerfinu. Þá hefðu vextir þurft að vera miklu hærri án hafta. Þá sagði Már að segja mætti að ábati haftanna fælist í auknum stöðugleika og meira svigrúmi til að láta hagstjórn taka mið af innlendum aðstæðum. Þá bætti hann við að ábatinn væri mestur til að byrja með. Á móti komi aukinn viðskiptakostnaður og glötuð viðskiptatækifæri sem aukist með tímanum. Már fjallaði síðan um áætlun stjórnvalda og Seðlabankans um afnám hafta og sagði hana leið til að losa höftin án þess að taka of mikla áhættu með gengisstöðugleika. Hún tryggi um leið lánsfjármögnun ríkissjóðs og lausafjárstöðu bankanna og stuðli að aukinni fjárfestingu. Loks benti Már á að áætlunin er skilyrt en ekki tímasett og sagði ekki vera forsendur fyrir tímasettri áætlun. Uppfylla þurfi ákveðin skilyrði svo sem er varða þjóðhagslegan stöðugleika, fjármálastöðugleika og nægilegan gjaldeyrisforða, áður en hægt sé að klára verkið.- mþl Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir brýnt að losa gjaldeyrishöftin sem fyrst, þar sem kostnaður við þau vaxi með tímanum. Ábatann af hröðu afnámi verði hins vegar að meta á móti skammtímakostnaði vegna óstöðugleika á gjaldeyrismarkaði sem losunin geti valdið. Þetta kom fram í erindi sem Már hélt á fundi félags löggiltra endurskoðenda í gær. Már sagði höftin hafa verið sett á til að stöðva frjálst fall krónunnar í framhaldi bankahrunsins. Þá hafi þau veitt skjól fyrir endurskipulagningu efnahagsreikninga og mildað samdrátt í hagkerfinu. Þá hefðu vextir þurft að vera miklu hærri án hafta. Þá sagði Már að segja mætti að ábati haftanna fælist í auknum stöðugleika og meira svigrúmi til að láta hagstjórn taka mið af innlendum aðstæðum. Þá bætti hann við að ábatinn væri mestur til að byrja með. Á móti komi aukinn viðskiptakostnaður og glötuð viðskiptatækifæri sem aukist með tímanum. Már fjallaði síðan um áætlun stjórnvalda og Seðlabankans um afnám hafta og sagði hana leið til að losa höftin án þess að taka of mikla áhættu með gengisstöðugleika. Hún tryggi um leið lánsfjármögnun ríkissjóðs og lausafjárstöðu bankanna og stuðli að aukinni fjárfestingu. Loks benti Már á að áætlunin er skilyrt en ekki tímasett og sagði ekki vera forsendur fyrir tímasettri áætlun. Uppfylla þurfi ákveðin skilyrði svo sem er varða þjóðhagslegan stöðugleika, fjármálastöðugleika og nægilegan gjaldeyrisforða, áður en hægt sé að klára verkið.- mþl
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira