Brýnt að losa höftin sem fyrst 8. september 2011 06:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri fjallaði um áætlun stjórnvalda og Seðlabankans um afnám hafta. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir brýnt að losa gjaldeyrishöftin sem fyrst, þar sem kostnaður við þau vaxi með tímanum. Ábatann af hröðu afnámi verði hins vegar að meta á móti skammtímakostnaði vegna óstöðugleika á gjaldeyrismarkaði sem losunin geti valdið. Þetta kom fram í erindi sem Már hélt á fundi félags löggiltra endurskoðenda í gær. Már sagði höftin hafa verið sett á til að stöðva frjálst fall krónunnar í framhaldi bankahrunsins. Þá hafi þau veitt skjól fyrir endurskipulagningu efnahagsreikninga og mildað samdrátt í hagkerfinu. Þá hefðu vextir þurft að vera miklu hærri án hafta. Þá sagði Már að segja mætti að ábati haftanna fælist í auknum stöðugleika og meira svigrúmi til að láta hagstjórn taka mið af innlendum aðstæðum. Þá bætti hann við að ábatinn væri mestur til að byrja með. Á móti komi aukinn viðskiptakostnaður og glötuð viðskiptatækifæri sem aukist með tímanum. Már fjallaði síðan um áætlun stjórnvalda og Seðlabankans um afnám hafta og sagði hana leið til að losa höftin án þess að taka of mikla áhættu með gengisstöðugleika. Hún tryggi um leið lánsfjármögnun ríkissjóðs og lausafjárstöðu bankanna og stuðli að aukinni fjárfestingu. Loks benti Már á að áætlunin er skilyrt en ekki tímasett og sagði ekki vera forsendur fyrir tímasettri áætlun. Uppfylla þurfi ákveðin skilyrði svo sem er varða þjóðhagslegan stöðugleika, fjármálastöðugleika og nægilegan gjaldeyrisforða, áður en hægt sé að klára verkið.- mþl Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir brýnt að losa gjaldeyrishöftin sem fyrst, þar sem kostnaður við þau vaxi með tímanum. Ábatann af hröðu afnámi verði hins vegar að meta á móti skammtímakostnaði vegna óstöðugleika á gjaldeyrismarkaði sem losunin geti valdið. Þetta kom fram í erindi sem Már hélt á fundi félags löggiltra endurskoðenda í gær. Már sagði höftin hafa verið sett á til að stöðva frjálst fall krónunnar í framhaldi bankahrunsins. Þá hafi þau veitt skjól fyrir endurskipulagningu efnahagsreikninga og mildað samdrátt í hagkerfinu. Þá hefðu vextir þurft að vera miklu hærri án hafta. Þá sagði Már að segja mætti að ábati haftanna fælist í auknum stöðugleika og meira svigrúmi til að láta hagstjórn taka mið af innlendum aðstæðum. Þá bætti hann við að ábatinn væri mestur til að byrja með. Á móti komi aukinn viðskiptakostnaður og glötuð viðskiptatækifæri sem aukist með tímanum. Már fjallaði síðan um áætlun stjórnvalda og Seðlabankans um afnám hafta og sagði hana leið til að losa höftin án þess að taka of mikla áhættu með gengisstöðugleika. Hún tryggi um leið lánsfjármögnun ríkissjóðs og lausafjárstöðu bankanna og stuðli að aukinni fjárfestingu. Loks benti Már á að áætlunin er skilyrt en ekki tímasett og sagði ekki vera forsendur fyrir tímasettri áætlun. Uppfylla þurfi ákveðin skilyrði svo sem er varða þjóðhagslegan stöðugleika, fjármálastöðugleika og nægilegan gjaldeyrisforða, áður en hægt sé að klára verkið.- mþl
Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira