Erlent

Forseti Jemens samþykkir að stíga til hliðar fyrir áramót

Forseti Jemens, Ali Abdullah Saleh, hefur samþykkt tillögu andstæðinga sinna þess efnis að hann muni hverfa úr embætti fyrir árslok. Þetta staðhæfir hátt settur maður innan ríkisstjórnarinnar. Áður hafði hann aðeins lofað því að hætta fyrir árið 2013 en áköf mótmæli hafa verið í landinu síðustu vikur og hafa tugir eða hundruðir látist í átökunum.

Ekki er ljóst hvort ákvörðun forsetans muni nægja til að friða mótmælendur sem hafa krafist tafarlausrar afsagnar hans. Enn syrti í álinn hjá forsetanum um helgina þegar margir hátt settir embættismenn sneru við honum baki, þar á meðal var yfirmaður hersins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×