Erlent

Hillary er sátt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hillary Clinton ætlar ekki að bjóða sig fram aftur. Mynd/ afp.
Hillary Clinton ætlar ekki að bjóða sig fram aftur. Mynd/ afp.
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að bjóða sig aftur fram til forseta Bandaríkjanna. Hún ætlar heldur ekki að sækjast eftir því að verða varaforseti á næsta kjörtímabili, né verða varnarmálaráðherra eða vera utanríkisráðherra áfram. Þetta segir Hillary í samtali við CNN fréttastofuna.

„Ég er í besta starfi sem ég get haft. Þetta er tímabil í sögunni þar sem það er nánast erfitt er að ná andanum,“ segir Hillary. Hún hafi upplifað sorg, líkt og í tengslum við jarðskjálftana á Haítí og í Japan. Annarsstaðar séu tækifæri framundan eins og í Egyptalandi. Á þessum tíma vilji hún vera fulltrúi Bandaríkjanna og hjálpa til við að standa á gildum Bandaríkjamanna, tryggja öryggi þeirra og vinna að hagsmunum þeirra.

„Ég er að gera það sem ég vil gera núna og hef hvorki fyrirætlanir né neinar hugdettur um að bjóða mig fram aftur,“ segir Hillary. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×