Innlent

53 prósent vilja klára samning og kjósa um hann

Ný könnun Capacent sem gerð var fyrir Já Ísland sýnir að 53,1 prósent aðpurðra vilja ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn. Fréttatíminn sagði frá könnuninni í morgun. Í tilkynningu frá Já Ísland segir að það sé áhugavert að um þriðjungur kjósenda Sjálfstæðisflokksins styðji áframhaldandi aðildarsamninga.

Um sjötíu prósent kjósenda VG vilja ljúka samningunum og nær allir kjósendur Samfylkingar, eða 99 prósent. Framsóknarmenn eru hinsvegar neikvæðari í garð viðræðnanna en aðeins 20 prósent þeirra vilja ljúka viðræðum. „Í hópi þeirra sem myndu kjósa aðra flokka vilja 59% fá að kjósa um aðildarsamning þegar hann liggur fyrir," segir að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×