Innlent

Bókasöfn verði kynnt börnum

Borgin vill börn inn á bókasöfnin.
Borgin vill börn inn á bókasöfnin.
Efla á notkun almenningsbókasafna meðal yngstu grunnskólabarnanna í Reykjavík. Skóla- og frístundaráð borgarinnar vill að í því skyni verði útfært verkefni sem miði að því að kynna fyrir börnum á frístundaheimilum kosti almenningsbókasafna í þeirra hverfi.

„Verkefnið gangi út á að börn í frístund eignist bókasafnskort, nýti sér safnkost og læri hvernig auðveldlega megi komast á fæti eða í strætó að bókasafni í þeirra hverfi,“ segir í samþykkt skólaráðsins, sem vill sömuleiðis samstarf milli Borgarbókasafns og frístundaheimila um að nýta bókakost bókasafnanna á frístundaheimilum.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×