Innlent

Vilja stöðva frekari stækkun á Grundartanga

Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð skorar á sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að falla frá frekari stækkun iðnaðarsvæðisins við Grundartanga og telur að nóg sé komið af mengandi iðnaði þar.

Þá bendir fundurinn á þá staðreynd að innan þynningarsvæðis flúors og brennisteins, sé unnið fóður til framleiðslu landbúnaðarvara, og beinir þeirri áskorun til Matvælastofnunar að hún hlutist til um öflugt eftirlit með gæðum fóðursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×