Lífið

Dagur í lífi Íslendings í Dublin

Litla fjölskyldan fyrir utan húsið okkar með Evan nýfæddan.
Litla fjölskyldan fyrir utan húsið okkar með Evan nýfæddan.
Giita Hammond er 31 árs ljósmyndari og ljósmyndakennari í Dublin. Við fengum að skyggnast inn í líf hennar.

Hversu lengi hefur þú búið í Dublin?

Í 11 ár.

Hver er helsti kosturinn við borgina?

Fólkið og menningin er besti kosturinn við borgina. Svo er miðborgin frekar lítil og maður getur gengið út um allt.

Morgunstund.




Morgunstund


Byrja morguninn með cappuccino á Coffee To Get Her á The Bernard Shaw, með manninum mínum Joss og litla stráknum mínum Evan Þór.

Af hverju fluttir þú til Dublin?

Ég er hálf írsk og hálf íslensk, pabbi minn er frá Dublin. Ég eyddi nær öllum sumrum mínum hérna á Írlandi þegar ég var yngri og langaði alltaf að prófa að búa hérna.

Sumarið 1999 varð ég ástfangin af strák þegar ég var í tveggja vikna sumarfríi í borginni. Nokkrum mánuðum seinna flutti ég til Dublin og fór í þriggja ára BA-nám í ljósmyndun. Fyrir fimm árum giftum við okkur (ég og írski strákurinn) og eignuðumst lítinn strák í vor.

Ungbarnajóga.


Ungbarnajóga


Baby yoga í hádeginu með brjóstgjafahópnum mínum.

Ef þú mættir taka einn hlut með þér aftur heim til Íslands, hvað væri það?


Vingjarnleikann í fólkinu og Guinness!



Leyndur garður.


Leyndur garður


Stytta í Iveagh-garðinum.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana þegar þú vaknar?

Kúri með litla krúttinu mínu.



Teverslun.




Teverslun


Kaupi mér Maté-te í Wall & Keogh tehúsi.

Hvaða stað í borginni er nauðsynlegt fyrir ferðamenn að skoða?

The Iveagh Gardens sem er hulinn garður í hjarta borgarinnar og alla gömlu-karla pöbbana sem eru alveg sér á báti.



Kvöldkennsla.




Kvöldkennsla


Ljósmyndakennsla með bekknum mínum að kvöldi til.

Í einni setningu, hvernig mundir þú lýsa þjóðinni?

Írar eru sérstaklega vinalegir og hjálplegir, þeim finnst gaman að skemmta sér og lifa lífinu, en kvarta þessi lifandis ósköp þess á milli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.