Enski boltinn

Frank Lampard verður fyrirliði enska landsliðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frank Lampard
Frank Lampard Mynd/AFP
Chelsea-maðurinn Frank Lampard verður fyrirliði enska landsliðsins á móti Dönum í vináttulandsleik í Parken í Kaupmannahöfn á morgun. Lampard fær fyrirliðabandið þar sem að aðalfyrirliðinn (Rio Ferdinand) og varafyrirliðinn (Steven Gerrard) eru báðir meiddir.

Rio Ferdinand meiddist á kálfa og missti líka af leik Manchester United á móti Úlfunum um helgina en Steven Gerrard er meiddur á nára eftir leik Liverpool á móti Chelsea á sunnudaginn.

Lampard sem er orðinn 32 ára gamall er að koma aftur inn í enska landsliðið eftir meiðsli en hann verður væntanlega með hinn 19 ára Jack Wilshere við hlið sér í byrjunarliðinu.

Þetta verður 84. landsleikurinn hjá Lampard sem hefur skorað 20 sinnum fyrir enska landsliðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×