Enski boltinn

Man. City beðið um að hafa stjórn á Tevez

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carlos Tevez.
Carlos Tevez.

Lögreglan í Manchester hefur beðið forráðamenn Man. City um að hafa hemil á Carlos Tevez fyrir leikinn gegn Man. Utd um helgina.

Lögreglan vill ekki að Tevez segi neitt í aðdraganda leiksins sem  geti æst stuðningsmenn United enn frekar upp. Tevez er fyrrum leikmaður Man. Utd og því er allt viðkvæmt sem kemur frá honum.

Lögreglan leggur eðlilega ofuráherslu á að allt gangi smurt fyrir sig um helgina og hefur beðið bari í nágrenni Old Trafford um að minnka söluna hjá sér fyrir leik. Spurning hvernig bareigendur taka í þá bón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×