Innlent

Velti fjórhjóli við Stöng

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Á sunnudag var tilkynnt um tvö umferðaóhöpp annars vegar bílveltu á Skeiða- og Hrunamannavegi við  Gýgjarhólskot í Bláskógabyggð.  Ökumaður var einn í bifreiðinni og slasaðist lítilega. 

Hitt óhappið varð við Stöng í Þjórsárdal þar sem ökumaður fjórhóls missti vald á því með þeim afleiðingum að hjólið valt.  

Farþegi var á hjólinu en hann slapp ómeiddur. Ökumaður fann til eymsla í baki og  var hann því fluttur með sjúkrabifreið á heilsugæsluna á Selfossi til skoðunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×