Erlent

Handtaska hetjunnar til sölu - Engin ofuramma

Ann Timson
Ann Timson
„Ég er engin ofuramma," segir Ann Timson sem öðlaðist heimsfrægð eftir að hún fældi ræningjagengi á brott með handtöskunni sinni. Nú hefur hún ákveðið að setja handtöskuna góðu á sölu og gefa söluhagnaðinn til góðgerðarmála.

Ann er 71 árs gömul og vakti gríðarlega athygli fyrir vasklega framgöngu gegn þjófunum. Um var að ræða sex menn, vopnaða sleggjum, sem brutu rúður í skartgripaverslun í miðbæ Northampton um hábjartan dag. Margir vegfarendur urðu vitni að ráninu en enginn hreyfði legg né lið, enginn nema Ann Timson. Hún réðist til atlögu að ræningnunum og barði þá sundur og saman með handtöskunni.

Hin breska Ann kom fram á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC á dögunum þar sem hún tilkynnti að sonur hennar, Andre, ætlaði að selja töskuna á netinu.

Ann var ákaflega hógvær í viðtalinu og sagðist alls ekki vera nein hetja. Því til staðfestingar sagðist hún þjást af gigt og að hún hefði verið með mikla verki í fótunum daginn eftir átökin við ræningjana.

Myndband af átökunun var sent á netinu um allan heim og vakti gleði margra að kona á áttræðisaldri gæti sannarlega hrakið fjóra fíleflda karlmenn á brott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×