Innlent

Ákært í Kvíabryggjumálinu

Kvíabryggja Tveir karlmenn hafa verið ákærðir í Kvíabryggjumálinu svokallaða.
Kvíabryggja Tveir karlmenn hafa verið ákærðir í Kvíabryggjumálinu svokallaða.
DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fyrrum forstöðumanni fangelsisins á Kvíabryggju, Geirmundi Vilhjálmssyni, svo og öðrum karlmanni til viðbótar.

Það var 26. nóvember á síðasta ári sem forstöðumanninum var veitt tímabundin lausn vegna gruns um auðgunarbrot í starfi. Lék grunur á að forstöðumaðurinn fyrrverandi hefði dregið sér fjármuni eða verðmæti í eigu fangelsisins. Við rannsókn málsins leitaði lögregla meðal annars á heimili Geirmundar og í sumarhúsi í eigu föður hans. Við leitina lagði hún hald á ýmsa muni sem taldir eru í eigu fangelsisins.

Ríkislögmaður hefur lagt fram bótakröfu í málinu á hendur Geirmundi. Krafan er tilkomin vegna tjóns sem talið er ljóst að ríkissjóður hafi orðið fyrir. Forstöðumaðurinn fyrrverandi hefur megnið af þeim tíma, frá því að honum var veitt lausn frá störfum, verið á launum. Hefur hann haft helming fullra launa, eða um 270 þúsund krónur á mánuði, samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Hann var tekinn af launaskrá fyrir um það mánuði. Þá hafði hann þegið um það bil þrjár milljónir frá því að honum veitt lausn frá störfum.

- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×