Meintar iðnnjósnir ekki enn kannaðar 12. ágúst 2011 07:30 Kári stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar er óánægður með undirtektir löggæsluyfirvalda við beiðni hans um að rannsakað yrði hvort njósnað væri um fyrirtækið. fréttablaðið/stefán Ríkislögreglustjóri aðhafðist ekkert þegar hann var beðinn að rannsaka meintar iðnnjósnir kínverskra aðila innan Íslenskrar erfðagreiningar, að sögn Kára Stefánssonar forstjóra fyrirtækisins. „Þeir gerðu ekkert í þessu og, það sem meira er, hæstvirtur innanríkisráðherra gaf út yfirlýsingu um að þetta skipti ekki máli, því menn ættu ekki að vera með svona leyndarmál!“ segir hann. Í desember birti Fréttablaðið fréttir úr „sendiráðsskjölum“ bandaríska sendiráðsins á Íslandi, sem Wikileaks setti síðar á netið. Í einu skjalinu kom fram að Bandaríkjamenn telja Kínverja „stunda iðnnjósnir á sviði erfðagreiningar og læknisfræðilegra rannsókna á Íslandi“. Umrætt skjal er merkt sem leyndarmál og var sent CIA, FBI og leyniþjónustu bandaríska hersins. Sem fyrr segir fór Kári Stefánsson þá fram á það við ríkislögreglustjóra að hann rannsakaði hvort þessar staðhæfingar Bandaríkjamanna ættu við rök að styðjast. Kári vísar hér að framan í orð innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar, sem var á þessum tíma spurður álits á málinu á Bylgjunni. Ögmundur sagðist þá efast um að meintar njósnir væru „verulegt vandamál“. Hann sagði Íslendinga vera að kynnast þessum „nýja heimi“ sem stórþjóðir þekki vel: „Þegar þær hafa verið að pukrast með ýmis leyndarmál í framleiðslunni. Hvort sem það var uppskriftin að kóka kóla eða kjarnorkubúnaði.“ Kári segir í ljósi þessa að ekki hafi virst mikill áhugi fyrir því að grafast fyrir um sannleiksgildi leyniskjalanna bandarísku. „Og ég er nú svo sem ekkert að væla undan því. Svona er þetta bara,“ segir hann. Guðmundur Guðjónsson á skrifstofu Ríkislögreglustjóra skrifar í stuttu svari til blaðsins að málið hafi verið afgreitt á sínum tíma og vísar til Íslenskrar erfðagreiningar um frekari upplýsingar. Hann svaraði ekki endurtekinni fyrirspurn um hvað ríkislögreglustjóri hafi gert í málinu. klemens@frettabladid.is Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Ríkislögreglustjóri aðhafðist ekkert þegar hann var beðinn að rannsaka meintar iðnnjósnir kínverskra aðila innan Íslenskrar erfðagreiningar, að sögn Kára Stefánssonar forstjóra fyrirtækisins. „Þeir gerðu ekkert í þessu og, það sem meira er, hæstvirtur innanríkisráðherra gaf út yfirlýsingu um að þetta skipti ekki máli, því menn ættu ekki að vera með svona leyndarmál!“ segir hann. Í desember birti Fréttablaðið fréttir úr „sendiráðsskjölum“ bandaríska sendiráðsins á Íslandi, sem Wikileaks setti síðar á netið. Í einu skjalinu kom fram að Bandaríkjamenn telja Kínverja „stunda iðnnjósnir á sviði erfðagreiningar og læknisfræðilegra rannsókna á Íslandi“. Umrætt skjal er merkt sem leyndarmál og var sent CIA, FBI og leyniþjónustu bandaríska hersins. Sem fyrr segir fór Kári Stefánsson þá fram á það við ríkislögreglustjóra að hann rannsakaði hvort þessar staðhæfingar Bandaríkjamanna ættu við rök að styðjast. Kári vísar hér að framan í orð innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar, sem var á þessum tíma spurður álits á málinu á Bylgjunni. Ögmundur sagðist þá efast um að meintar njósnir væru „verulegt vandamál“. Hann sagði Íslendinga vera að kynnast þessum „nýja heimi“ sem stórþjóðir þekki vel: „Þegar þær hafa verið að pukrast með ýmis leyndarmál í framleiðslunni. Hvort sem það var uppskriftin að kóka kóla eða kjarnorkubúnaði.“ Kári segir í ljósi þessa að ekki hafi virst mikill áhugi fyrir því að grafast fyrir um sannleiksgildi leyniskjalanna bandarísku. „Og ég er nú svo sem ekkert að væla undan því. Svona er þetta bara,“ segir hann. Guðmundur Guðjónsson á skrifstofu Ríkislögreglustjóra skrifar í stuttu svari til blaðsins að málið hafi verið afgreitt á sínum tíma og vísar til Íslenskrar erfðagreiningar um frekari upplýsingar. Hann svaraði ekki endurtekinni fyrirspurn um hvað ríkislögreglustjóri hafi gert í málinu. klemens@frettabladid.is
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira