Meintar iðnnjósnir ekki enn kannaðar 12. ágúst 2011 07:30 Kári stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar er óánægður með undirtektir löggæsluyfirvalda við beiðni hans um að rannsakað yrði hvort njósnað væri um fyrirtækið. fréttablaðið/stefán Ríkislögreglustjóri aðhafðist ekkert þegar hann var beðinn að rannsaka meintar iðnnjósnir kínverskra aðila innan Íslenskrar erfðagreiningar, að sögn Kára Stefánssonar forstjóra fyrirtækisins. „Þeir gerðu ekkert í þessu og, það sem meira er, hæstvirtur innanríkisráðherra gaf út yfirlýsingu um að þetta skipti ekki máli, því menn ættu ekki að vera með svona leyndarmál!“ segir hann. Í desember birti Fréttablaðið fréttir úr „sendiráðsskjölum“ bandaríska sendiráðsins á Íslandi, sem Wikileaks setti síðar á netið. Í einu skjalinu kom fram að Bandaríkjamenn telja Kínverja „stunda iðnnjósnir á sviði erfðagreiningar og læknisfræðilegra rannsókna á Íslandi“. Umrætt skjal er merkt sem leyndarmál og var sent CIA, FBI og leyniþjónustu bandaríska hersins. Sem fyrr segir fór Kári Stefánsson þá fram á það við ríkislögreglustjóra að hann rannsakaði hvort þessar staðhæfingar Bandaríkjamanna ættu við rök að styðjast. Kári vísar hér að framan í orð innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar, sem var á þessum tíma spurður álits á málinu á Bylgjunni. Ögmundur sagðist þá efast um að meintar njósnir væru „verulegt vandamál“. Hann sagði Íslendinga vera að kynnast þessum „nýja heimi“ sem stórþjóðir þekki vel: „Þegar þær hafa verið að pukrast með ýmis leyndarmál í framleiðslunni. Hvort sem það var uppskriftin að kóka kóla eða kjarnorkubúnaði.“ Kári segir í ljósi þessa að ekki hafi virst mikill áhugi fyrir því að grafast fyrir um sannleiksgildi leyniskjalanna bandarísku. „Og ég er nú svo sem ekkert að væla undan því. Svona er þetta bara,“ segir hann. Guðmundur Guðjónsson á skrifstofu Ríkislögreglustjóra skrifar í stuttu svari til blaðsins að málið hafi verið afgreitt á sínum tíma og vísar til Íslenskrar erfðagreiningar um frekari upplýsingar. Hann svaraði ekki endurtekinni fyrirspurn um hvað ríkislögreglustjóri hafi gert í málinu. klemens@frettabladid.is Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Ríkislögreglustjóri aðhafðist ekkert þegar hann var beðinn að rannsaka meintar iðnnjósnir kínverskra aðila innan Íslenskrar erfðagreiningar, að sögn Kára Stefánssonar forstjóra fyrirtækisins. „Þeir gerðu ekkert í þessu og, það sem meira er, hæstvirtur innanríkisráðherra gaf út yfirlýsingu um að þetta skipti ekki máli, því menn ættu ekki að vera með svona leyndarmál!“ segir hann. Í desember birti Fréttablaðið fréttir úr „sendiráðsskjölum“ bandaríska sendiráðsins á Íslandi, sem Wikileaks setti síðar á netið. Í einu skjalinu kom fram að Bandaríkjamenn telja Kínverja „stunda iðnnjósnir á sviði erfðagreiningar og læknisfræðilegra rannsókna á Íslandi“. Umrætt skjal er merkt sem leyndarmál og var sent CIA, FBI og leyniþjónustu bandaríska hersins. Sem fyrr segir fór Kári Stefánsson þá fram á það við ríkislögreglustjóra að hann rannsakaði hvort þessar staðhæfingar Bandaríkjamanna ættu við rök að styðjast. Kári vísar hér að framan í orð innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar, sem var á þessum tíma spurður álits á málinu á Bylgjunni. Ögmundur sagðist þá efast um að meintar njósnir væru „verulegt vandamál“. Hann sagði Íslendinga vera að kynnast þessum „nýja heimi“ sem stórþjóðir þekki vel: „Þegar þær hafa verið að pukrast með ýmis leyndarmál í framleiðslunni. Hvort sem það var uppskriftin að kóka kóla eða kjarnorkubúnaði.“ Kári segir í ljósi þessa að ekki hafi virst mikill áhugi fyrir því að grafast fyrir um sannleiksgildi leyniskjalanna bandarísku. „Og ég er nú svo sem ekkert að væla undan því. Svona er þetta bara,“ segir hann. Guðmundur Guðjónsson á skrifstofu Ríkislögreglustjóra skrifar í stuttu svari til blaðsins að málið hafi verið afgreitt á sínum tíma og vísar til Íslenskrar erfðagreiningar um frekari upplýsingar. Hann svaraði ekki endurtekinni fyrirspurn um hvað ríkislögreglustjóri hafi gert í málinu. klemens@frettabladid.is
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira