Hækkun vasksins í skoðun 9. ágúst 2011 06:00 Meðal þeirra leiða sem eru til skoðunar til að auka tekjuöflun ríkisins er að koma á einu virðisaukaskattþrepi. Þingmannanefnd á vegum stjórnarflokkanna hefur skoðað hvaða leiðir séu færar í aukinni tekjuöflun. Hún hefur meðal annars tekið vaskinn til skoðunar. Nefndin hefur fundað undanfarna daga og seinnipartinn í gær var haldinn fundur með formönnum stjórnarflokkanna. Að því loknu var haldinn sameiginlegur þingflokksfundur stjórnarflokkanna. Fjögurra manna sendinefnd frá AGS var hér á ferð í mars og fundaði með hagsmunaaðilum, verkalýðshreyfingunni og fleirum sem málið varðar. Eftir þá yfirlegu var í umræðunni að samræma virðisaukaskattsprósentuna í 20 prósent, en í dag eru vörur með misháan virðisauka; allt frá 7 prósentum í 25,5. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það ekki talið nægjanlegt nú að samræma skattinn í 20 prósentum. Í dag sé því rætt um 21 til 22 prósenta skatt. Hvort breytingin er hugsuð, verði af henni, öll í einu eða í þrepum er óljóst á þessu stigi málsins. Til dæmis er ólíklegt að matarskattur verði hækkaður í einu vetfangi. Ýmsir stjórnarþingmenn eru hræddir við að fara þessa leið, enda muni hún koma beint við pyngju landsmanna. Óttast er að lækkun efra þrepsins muni trauðla skila sér til almennings, en hækkun lægra þrepsins verði hins vegar velt út í verðlagið. Það sjónarmið að ríkið þurfi auknar öruggar tekjur, óháðar aflatölum eða annarri óvissu, er hins vegar sterkt í umræðunum. Því er til skoðunar að hækka vaskinn, sem er neysluskattur, því þar sé á vísan að róa í því að bæta efnahag ríkissjóðs. Þingmannanefndin mun hafa nokkuð vítt umboð til að gera tillögur um málið, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en í henni sitja Oddný G. Harðardóttir, Helgi Hjörvar, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Björn Valur Gíslason, Árni Þór Sigurðsson og Álfheiður Ingadóttir. Fjármálaráðherra leggur fram endanlega tillögu um skattprósentur, en engin ákvörðun hefur verið tekin um málið. - kóp Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Meðal þeirra leiða sem eru til skoðunar til að auka tekjuöflun ríkisins er að koma á einu virðisaukaskattþrepi. Þingmannanefnd á vegum stjórnarflokkanna hefur skoðað hvaða leiðir séu færar í aukinni tekjuöflun. Hún hefur meðal annars tekið vaskinn til skoðunar. Nefndin hefur fundað undanfarna daga og seinnipartinn í gær var haldinn fundur með formönnum stjórnarflokkanna. Að því loknu var haldinn sameiginlegur þingflokksfundur stjórnarflokkanna. Fjögurra manna sendinefnd frá AGS var hér á ferð í mars og fundaði með hagsmunaaðilum, verkalýðshreyfingunni og fleirum sem málið varðar. Eftir þá yfirlegu var í umræðunni að samræma virðisaukaskattsprósentuna í 20 prósent, en í dag eru vörur með misháan virðisauka; allt frá 7 prósentum í 25,5. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það ekki talið nægjanlegt nú að samræma skattinn í 20 prósentum. Í dag sé því rætt um 21 til 22 prósenta skatt. Hvort breytingin er hugsuð, verði af henni, öll í einu eða í þrepum er óljóst á þessu stigi málsins. Til dæmis er ólíklegt að matarskattur verði hækkaður í einu vetfangi. Ýmsir stjórnarþingmenn eru hræddir við að fara þessa leið, enda muni hún koma beint við pyngju landsmanna. Óttast er að lækkun efra þrepsins muni trauðla skila sér til almennings, en hækkun lægra þrepsins verði hins vegar velt út í verðlagið. Það sjónarmið að ríkið þurfi auknar öruggar tekjur, óháðar aflatölum eða annarri óvissu, er hins vegar sterkt í umræðunum. Því er til skoðunar að hækka vaskinn, sem er neysluskattur, því þar sé á vísan að róa í því að bæta efnahag ríkissjóðs. Þingmannanefndin mun hafa nokkuð vítt umboð til að gera tillögur um málið, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en í henni sitja Oddný G. Harðardóttir, Helgi Hjörvar, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Björn Valur Gíslason, Árni Þór Sigurðsson og Álfheiður Ingadóttir. Fjármálaráðherra leggur fram endanlega tillögu um skattprósentur, en engin ákvörðun hefur verið tekin um málið. - kóp
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira