Bubbi hefur selt fleiri en 320 þúsund plötur 9. ágúst 2011 09:19 „Ég held að það sé hægt að fullyrða að þetta sé einstakur árangur," segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu og stjórnarmaður í félagi hljómplötuframleiðenda. Sólóplötur Bubba Morthens hafa selst í meira en 320 þúsund eintökum frá 17. júní árið 1980 þegar Ísbjarnarblús kom út, samkvæmt upplýsingum frá Senu og útreikningum Fréttablaðsins. Dögun, frá árinu 1987, er mest selda platan, en hún hefur selst í um 26 þúsund eintökum. Fast á hæla hennar fylgir Frelsi til sölu, sem hefur selst í um 22.000 eintökum frá því að hún kom út árið 1986. Árangurinn er sérstaklega skemmtilegur í ljósi þess að Íslendingar eru í dag rétt tæplega 320 þúsund talsins. Tónlistarspekingurinn og blaðamaðurinn Arnar Eggert Thoroddsen efast um að annar eins poppari eigi eftir að stíga fram á sjónarsviðið á Íslandi. „Þetta er ótrúlegt," segir Arnar. „Allar þjóðir virðast eiga sinn Bubba, þar sem allir, háir sem lágir, latte-lepjandi hippsterar sem og harðvinnandi stáliðnaðarmenn, þekkja lögin. Geta sungið með í tugum þeirra. Þessir menn virðast hitta á einhvern þjóðarpúls sem er sameiginlegur öllum. Bubbi er Ísland. Eins og lýsi og lopapeysa." Arnar játar að Bubbi verði í raun eilífur í gegnum tónlist sína, enda eigi hann tugi sígildra laga, sem standast tímans tönn. „Þá nær lag eins og Aldrei fór ég suður langt út fyrir Ísland. Frábær textinn talar alþjóðlegt tungumál, Springsteen hefði ekki getað gert betur," segir hann. Bubbi Morthens var í laxveiði þegar Fréttablaðið náði í hann. Spurður hvort hann hafi búist við að selja 320 þúsund plötur þegar hann sendi frá sér Ísbjarnarblús fyrir 30 árum er svarið einfalt: „Nei, nei, nei. Ég man að ég var rosa impóneraður þegar þúsund eintök voru seld af Ísbjarnarblús. Mér fannst það rosalegt," segir hann. „Þetta er auðvitað árangur sem er með ólíkindum. Sérstaklega í ljósi þess að þetta er frumsamin tónlist." Plötur Bubba hafa selst misjafnlega vel, en sú nýjasta, Ég trúi á þig, rýkur út og hefur selst í tæplega 4.000 eintökum í dag. Bubbi segist vera langt frá því að vera hættur og telur lykilinn að þessum magnaða árangri vera að hann sé stöðugt á tánum og ögri sjálfum sér. „Hættan í þessu eins og svo mörgu öðru er að finnast þú vera kominn á örugga hillu," segir hann. „Þá er kominn tími til að tala við nána vini og biðja um hjálp." Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
„Ég held að það sé hægt að fullyrða að þetta sé einstakur árangur," segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu og stjórnarmaður í félagi hljómplötuframleiðenda. Sólóplötur Bubba Morthens hafa selst í meira en 320 þúsund eintökum frá 17. júní árið 1980 þegar Ísbjarnarblús kom út, samkvæmt upplýsingum frá Senu og útreikningum Fréttablaðsins. Dögun, frá árinu 1987, er mest selda platan, en hún hefur selst í um 26 þúsund eintökum. Fast á hæla hennar fylgir Frelsi til sölu, sem hefur selst í um 22.000 eintökum frá því að hún kom út árið 1986. Árangurinn er sérstaklega skemmtilegur í ljósi þess að Íslendingar eru í dag rétt tæplega 320 þúsund talsins. Tónlistarspekingurinn og blaðamaðurinn Arnar Eggert Thoroddsen efast um að annar eins poppari eigi eftir að stíga fram á sjónarsviðið á Íslandi. „Þetta er ótrúlegt," segir Arnar. „Allar þjóðir virðast eiga sinn Bubba, þar sem allir, háir sem lágir, latte-lepjandi hippsterar sem og harðvinnandi stáliðnaðarmenn, þekkja lögin. Geta sungið með í tugum þeirra. Þessir menn virðast hitta á einhvern þjóðarpúls sem er sameiginlegur öllum. Bubbi er Ísland. Eins og lýsi og lopapeysa." Arnar játar að Bubbi verði í raun eilífur í gegnum tónlist sína, enda eigi hann tugi sígildra laga, sem standast tímans tönn. „Þá nær lag eins og Aldrei fór ég suður langt út fyrir Ísland. Frábær textinn talar alþjóðlegt tungumál, Springsteen hefði ekki getað gert betur," segir hann. Bubbi Morthens var í laxveiði þegar Fréttablaðið náði í hann. Spurður hvort hann hafi búist við að selja 320 þúsund plötur þegar hann sendi frá sér Ísbjarnarblús fyrir 30 árum er svarið einfalt: „Nei, nei, nei. Ég man að ég var rosa impóneraður þegar þúsund eintök voru seld af Ísbjarnarblús. Mér fannst það rosalegt," segir hann. „Þetta er auðvitað árangur sem er með ólíkindum. Sérstaklega í ljósi þess að þetta er frumsamin tónlist." Plötur Bubba hafa selst misjafnlega vel, en sú nýjasta, Ég trúi á þig, rýkur út og hefur selst í tæplega 4.000 eintökum í dag. Bubbi segist vera langt frá því að vera hættur og telur lykilinn að þessum magnaða árangri vera að hann sé stöðugt á tánum og ögri sjálfum sér. „Hættan í þessu eins og svo mörgu öðru er að finnast þú vera kominn á örugga hillu," segir hann. „Þá er kominn tími til að tala við nána vini og biðja um hjálp."
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira