Erlent

Fundu tíu milljónir dollara grafnar á landi hvítlauksbónda

Bændur í Suður-Kóreu. Myndin er úr safni.
Bændur í Suður-Kóreu. Myndin er úr safni.
Suður-kóreska lögreglan fann tíu milljónir dollara grafna á landi hvítlauksbónda sem býr nokkuð fyrir utan höfuðborg landsins, Seúl.

Peningurinn fannst grafinn á hvítlauksakri. Upphæðin samsvarar 1,1 milljarði íslenskra króna.

Lögreglan telur að bóndinn hafi hagnast svona vel á net-spilavíti ásamt bræðrum sínum en annar þeirra er reyndar á flótta undan réttvísinni og er talinn eiga féð.

Suður-kóreska lögreglan er dul á málið en hún vill ekki gefa upp fyrir hvað hvítlauksbóndinn er grunaður um né bróðir hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×