Innlent

Skjálfti í Kötlu

Mynd/GVA
Jarðskjálfti reið yfir í Mýrdalsjökli rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Veðurstofan hefur reiknað út styrk skjálftans og var hann 2,89 stig. Engir aðrir skjálftar hafa mælst í kjölfarið og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunnni er ekkert sem bendir til að skjálftinn sé vísbending um frekari tíðindi. Skjálftinn varð í öskju Kötlu og mælist á fimm kílómetra dýpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×