Erlent

Eyjaskeggjar á tímaflakki

Íbúar á Samóaeyjum ætla í tímaferðalag á næstunni en þá færa þeir klukkuna fram um einn dag. Þetta er gert til þess að auðvelda viðskiptin við Ástralíu og Nýja Sjáland, en eins og staðan er í dag eru Samóaeyjar 21 klukkustund á eftir tímanum í Sidney.

Þegar breytingin gengur í garð í desember verða eyjarnar hins vegar þremur stundum á undan Áströlum. Samóar hafa í sívaxandi mæli stundað viðskipti við Ástrali. Það hefur hinsvegar verið vandkvæðum bundið því þegar föstudagur er á Samóa er kominn laugardagur í Sidney. Og þegar eyjaskeggjar eru í kirkjunni á Sunnudögum eru Ástralir þegar byrjaðir á nýrri vinnuviku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×