Erlent

Tvær flugvélar skullu saman - tveir látnir

Náttúran í Wawayanda er stórbrotin.
Náttúran í Wawayanda er stórbrotin.
Að minnsta kosti tveir eru látnir eftir að tvær litlar flugvélar skullu saman á flugi í New York fylki í Bandaríkjunum í dag. Brökin féllu til jarðar og höfnuðu í skógi nærri bænum Wawayanda.

Ekki er ljóst hverr tildrög slyssins eru en flutningabílstjóri sem átti leið hjá, og varð vitni að atvikinu, sagðist hafa séð logandi brök vélanna falla til jarðar.

Lögreglan er búin að finna flökin en önnur vélin var svo illa farin að enn á eftir að bera kennsl á hana. Þá segir lögreglan að minnsta kosti tveir séu látnir, það er að segja flugmenn beggja flugvélanna. Þá greinir Washington Post frá því að einn farþegi sé alvarlega slasaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×