G8-ríkin lýsa stuðningi við uppreisnina 26. maí 2011 04:00 Að venju fylgja G8-fundinum skrautlegir mótmælendur, sem að þessu sinni hafa sett upp grímur leiðtoganna og klætt sig upp að hætti franskra aðalsmanna frá fyrri tíð.nordicphotos/AFP Uppreisn almennings í arabaheiminum verður eitt helsta viðfangsefni leiðtogafundar G8-ríkjanna, sem haldinn verður í hafnarborginni Deauville í Frakklandi í dag og á morgun. Glíman við fjárlagahalla og aðhaldsaðgerðir vegna heimskreppunnar fá sinn sess á ráðstefnunni, en ástandið í arabaheiminum kallar á sérstaka athygli, sem meðal annars birtist í því að leiðtogarnir ætla að lýsa yfir stuðningi við uppreisnarhreyfingarnar. Sérlegir gestir á G8-fundinum verða leiðtogi Arababandalagsins og forsætisráðherrar hinna nýju stjórna í Túnis og Egyptalandi, löndunum tveimur þar sem „arabíska vorið“ svonefnda hófst í vetur og þar sem uppreisnarbylgjan hefur jafnframt náð mestum árangri. Leiðtogar Túnis og Egyptalands gera sér meðal annars vonir um ríkulega efnahagsaðstoð frá heimsveldunum átta, auðugustu ríkjum heims. Vegna átakanna í Líbíu, sem liggur á milli Túnis og Egyptalands, hafa ferðamenn forðast að leggja leið sína til þessara tveggja landa með þeim afleiðingum að nýju stjórnvöldin óttast um sinn hag. „Það sem við þurfum eru peningar,“ sagði Jaloul Ayed, fjármálaráðherra Túnis. „Besta leiðin til þess að festa lýðræði í sessi er að tryggja velferð almennings.“ Á fundinum stendur sem sagt til að stofna nýjan samstarfsvettvang G8-ríkjanna og „þeirra nágranna okkar við sunnanvert Miðjarðarhaf sem hafa valið sér braut frelsis og lýðræðis,“ eins og Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, orðaði það í gær. Barroso verður fulltrúi Evrópusambandsins á fundinum ásamt Herman van Rompuy, forseta leiðtogaráðs ESB. Meðal annars er hugmyndin sú, að koma á fót nýrri „Marshall-aðstoð“ til handa arabaríkjum, sem hafa steypt einræðisherrum af stóli, eitthvað í líkingu við þá aðstoð sem Bandaríkin veittu Evrópuríkjum til að hjálpa þeim að rísa upp úr rústum seinni heimsstyrjaldarinnar. Átökin í Líbíu gætu þó sett strik í reikninginn, enda gera þau bæði Túnisum og Egyptum lífið erfitt, auk þess sem Evrópuríkin og Atlantshafsbandalagið virðast ekki hafa nein ráð til að binda fljótt enda á þau átök. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Sjá meira
Uppreisn almennings í arabaheiminum verður eitt helsta viðfangsefni leiðtogafundar G8-ríkjanna, sem haldinn verður í hafnarborginni Deauville í Frakklandi í dag og á morgun. Glíman við fjárlagahalla og aðhaldsaðgerðir vegna heimskreppunnar fá sinn sess á ráðstefnunni, en ástandið í arabaheiminum kallar á sérstaka athygli, sem meðal annars birtist í því að leiðtogarnir ætla að lýsa yfir stuðningi við uppreisnarhreyfingarnar. Sérlegir gestir á G8-fundinum verða leiðtogi Arababandalagsins og forsætisráðherrar hinna nýju stjórna í Túnis og Egyptalandi, löndunum tveimur þar sem „arabíska vorið“ svonefnda hófst í vetur og þar sem uppreisnarbylgjan hefur jafnframt náð mestum árangri. Leiðtogar Túnis og Egyptalands gera sér meðal annars vonir um ríkulega efnahagsaðstoð frá heimsveldunum átta, auðugustu ríkjum heims. Vegna átakanna í Líbíu, sem liggur á milli Túnis og Egyptalands, hafa ferðamenn forðast að leggja leið sína til þessara tveggja landa með þeim afleiðingum að nýju stjórnvöldin óttast um sinn hag. „Það sem við þurfum eru peningar,“ sagði Jaloul Ayed, fjármálaráðherra Túnis. „Besta leiðin til þess að festa lýðræði í sessi er að tryggja velferð almennings.“ Á fundinum stendur sem sagt til að stofna nýjan samstarfsvettvang G8-ríkjanna og „þeirra nágranna okkar við sunnanvert Miðjarðarhaf sem hafa valið sér braut frelsis og lýðræðis,“ eins og Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, orðaði það í gær. Barroso verður fulltrúi Evrópusambandsins á fundinum ásamt Herman van Rompuy, forseta leiðtogaráðs ESB. Meðal annars er hugmyndin sú, að koma á fót nýrri „Marshall-aðstoð“ til handa arabaríkjum, sem hafa steypt einræðisherrum af stóli, eitthvað í líkingu við þá aðstoð sem Bandaríkin veittu Evrópuríkjum til að hjálpa þeim að rísa upp úr rústum seinni heimsstyrjaldarinnar. Átökin í Líbíu gætu þó sett strik í reikninginn, enda gera þau bæði Túnisum og Egyptum lífið erfitt, auk þess sem Evrópuríkin og Atlantshafsbandalagið virðast ekki hafa nein ráð til að binda fljótt enda á þau átök. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Sjá meira