Erlent

Heimsmet slegið í miðborg Lundúna

Hluti af borðinu
Hluti af borðinu
Heimsmet var slegið í miðborg Lundúna í vikunni þegar að sett var upp lengsta lautarferðarborð í heimi. Borðið var 90 metrar á lengd og sátu yfir 350 manns við það.

Íbúar Lundúna borðuðu frían hádegismat við borðið en það var greiðslukortafyrirtækið MasterCard sem stóð fyrir uppátækinu.

„Við erum himinlifandi að við náðum að slá heimsmetið," segir talsmaður MasterCard.

Fjölmargar skrúfur voru notaðar til að setja borðið saman eða alls 3540 stykki og 1230 metrar af timbri. Borðið verður tekið í sundur og víðsvegar um Lundúnaborg þar sem íbúar geta notið veðurblíðunnar og setið við þægilegt borð í lautarferð sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×