Sífellt fleiri reyna að smygla læknadópi 31. maí 2011 07:00 Þeir sem reyna að smygla einhverju, sem bannað er innan veggja fangelsa, inn í þau, fá sekt sem nemur hundruðum þúsunda eða skilorðsbundið fangelsi. Smygl á fíkniefnum til fanga á Litla-Hrauni hefur gerbreyst á síðustu tveimur árum. Nú er mun meira um að fangaverðir stöðvi sendingar af lyfjum á borð við rítalín og contalgín en ólöglegum fíkniefnum. Elís Kjartansson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Selfossi, segir smygltilraunirnar með margvíslegum hætti. Lyfin séu falin í DVD-spilurum sem reynt sé að senda inn í fangelsið, fólk mæti í heimsókn með efnin innvortis eða reynt sé að koma þeim inn með öðrum hætti. „Þarna hjálpar fíkniefnahundurinn ekki, hann þekkir ekki lyktina af lyfjum eins og contalgíni og fleiri slíkum sem fíklar nota,“ segir Elís . „Það er mikill munur á alvarleika þeirra brota samkvæmt hegningarlögum að vera með tíu rítalíntöflur í vasanum í ólöglegum tilgangi eða reyna að smygla þeim inn í fangelsi,“ útskýrir Elís. „Að hafa slíkar töflur í sinni vörslu í ólögmætum tilgangi er brot á lyfjalögum, sem ekki eru svo þung viðurlög við. En að reyna að koma slíkum töflum, eða öðru sem bannað er í fangelsunum, þar inn er brot á lögum um fullnustu og refsingu fanga.“ Í lögunum segir að sá sem smygli eða reyni að smygla munum eða efnum til fanga skuli sæta sektum eða fangelsi allt að sex mánuðum nema þyngri refsing liggi við brotinu samkvæmt öðrum lögum. Elís segir að fólk sem reyni að smygla einhverju inn í fangelsin hafi yfirleitt fengið skilorðsbundna fangelsisdóma eða hundruð þúsunda í sekt. „Ef fólk er á skilorði fyrir fer það beint í grjótið. Fólk sem lætur plata sig til að reyna að smygla læknadópi, fíkniefnum, síma eða þjöl, svo dæmi séu nefnd, inn í fangelsi áttar sig ekki á alvarleika brotsins fyrr en hann dynur á þeim.“ Í umfjöllun Kastljóss undanfarna daga hefur komið fram að mikil aukning hefur orðið í framboði læknadóps á götunni. - jss Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Smygl á fíkniefnum til fanga á Litla-Hrauni hefur gerbreyst á síðustu tveimur árum. Nú er mun meira um að fangaverðir stöðvi sendingar af lyfjum á borð við rítalín og contalgín en ólöglegum fíkniefnum. Elís Kjartansson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Selfossi, segir smygltilraunirnar með margvíslegum hætti. Lyfin séu falin í DVD-spilurum sem reynt sé að senda inn í fangelsið, fólk mæti í heimsókn með efnin innvortis eða reynt sé að koma þeim inn með öðrum hætti. „Þarna hjálpar fíkniefnahundurinn ekki, hann þekkir ekki lyktina af lyfjum eins og contalgíni og fleiri slíkum sem fíklar nota,“ segir Elís . „Það er mikill munur á alvarleika þeirra brota samkvæmt hegningarlögum að vera með tíu rítalíntöflur í vasanum í ólöglegum tilgangi eða reyna að smygla þeim inn í fangelsi,“ útskýrir Elís. „Að hafa slíkar töflur í sinni vörslu í ólögmætum tilgangi er brot á lyfjalögum, sem ekki eru svo þung viðurlög við. En að reyna að koma slíkum töflum, eða öðru sem bannað er í fangelsunum, þar inn er brot á lögum um fullnustu og refsingu fanga.“ Í lögunum segir að sá sem smygli eða reyni að smygla munum eða efnum til fanga skuli sæta sektum eða fangelsi allt að sex mánuðum nema þyngri refsing liggi við brotinu samkvæmt öðrum lögum. Elís segir að fólk sem reyni að smygla einhverju inn í fangelsin hafi yfirleitt fengið skilorðsbundna fangelsisdóma eða hundruð þúsunda í sekt. „Ef fólk er á skilorði fyrir fer það beint í grjótið. Fólk sem lætur plata sig til að reyna að smygla læknadópi, fíkniefnum, síma eða þjöl, svo dæmi séu nefnd, inn í fangelsi áttar sig ekki á alvarleika brotsins fyrr en hann dynur á þeim.“ Í umfjöllun Kastljóss undanfarna daga hefur komið fram að mikil aukning hefur orðið í framboði læknadóps á götunni. - jss
Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hljóp á sig Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira