Ráðherra í leiðangri um vestfirska vegi Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júlí 2011 12:30 Leið ráðherra liggur framhjá fossinum Dynjandi í Arnarfirði. Mynd/ Jón Sigurður. Ráðherra vegamála, Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, lagði í morgun upp í þriggja daga leiðangur um Vestfirði til að kynna sér ástand vegamála. Með í för eru Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og nokkrir sérfræðingar Vegagerðarinnar. Helsti tilgangur leiðangursins er að leita leiða til að höggva á hnút í vegagerð um Austur-Barðastrandarsýslu; deilur um nýtt vegstæði um Teigsskóg, sem Vegagerðin telur bestu lausnina til að leysa af fjallvegi um Ódrjúgsháls og Hjallaháls. Sveitarfélög á sunnanverðum Vestfjörðum þrýsta á að þessi leið verði valin en landeigendur berjast gegn henni. Patreksfjörður, Tálknafjörður og Bíldudalur stefna í að verða síðustu þéttbýliskjarnar á Íslandi til að tengjast öðrum landshlutum með bundnu slitlagi. Þaðan eru enn 69 kilómetra langir malarkaflar til Reykjavíkur. Tafir vegna dómsmála, skipulagsmála og umhverfismats hamla ekki síður framkvæmdum en fjárskortur, enda hafa fjármunir verið teknir til hliðar vegna stórra verkefna, eins og í vegagerð um Vattarfjörð og Kjálkafjörð. Þegar Ögmundur var spurður á Alþingi í vor hvernig vegamál byggðanna á sunnanverðum Vestfjörðum yrðu löguð gat hann engu svarað en kvaðst ætla vestur á firði þegar þingi lyki og vinna að því koma málinu á réttan rekspöl. Fyrirspyrjandinn, Einar K. Guðfinnsson, lýsti þá stöðunni á sunnanverðum Vestfjörðum sem mestu sorgarsögu í uppbyggingu vegamála á Íslandi á undanförnum árum. Íbúar Þingeyrar eru kannski verst staddir, geta þó komist bakaleiðina um Ísafjörð á malbiki, en þurfa annars að þola 137 kílómetra langa malarkafla á þeim vegi sem eðlilegast væri að aka til Reykjavíkur. Á þeirri leið eru jafnframt tveir af erfiðustu fjallvegum landsins, Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði. Ögmundur Jónasson og fylgdarlið fara um Hólmavík og Djúp í dag og gista á Ísafirði í kvöld. Á morgun ekur ráðherrann til Patreksfjarðar en fimmtudagurinn verður svo nýttur til að aka um Barðaströndina. Ögmundur kvaðst í morgun búast við að sjá mikið af holum og steinum á ferðalaginu um vestfirsku vegina. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Ráðherra vegamála, Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, lagði í morgun upp í þriggja daga leiðangur um Vestfirði til að kynna sér ástand vegamála. Með í för eru Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og nokkrir sérfræðingar Vegagerðarinnar. Helsti tilgangur leiðangursins er að leita leiða til að höggva á hnút í vegagerð um Austur-Barðastrandarsýslu; deilur um nýtt vegstæði um Teigsskóg, sem Vegagerðin telur bestu lausnina til að leysa af fjallvegi um Ódrjúgsháls og Hjallaháls. Sveitarfélög á sunnanverðum Vestfjörðum þrýsta á að þessi leið verði valin en landeigendur berjast gegn henni. Patreksfjörður, Tálknafjörður og Bíldudalur stefna í að verða síðustu þéttbýliskjarnar á Íslandi til að tengjast öðrum landshlutum með bundnu slitlagi. Þaðan eru enn 69 kilómetra langir malarkaflar til Reykjavíkur. Tafir vegna dómsmála, skipulagsmála og umhverfismats hamla ekki síður framkvæmdum en fjárskortur, enda hafa fjármunir verið teknir til hliðar vegna stórra verkefna, eins og í vegagerð um Vattarfjörð og Kjálkafjörð. Þegar Ögmundur var spurður á Alþingi í vor hvernig vegamál byggðanna á sunnanverðum Vestfjörðum yrðu löguð gat hann engu svarað en kvaðst ætla vestur á firði þegar þingi lyki og vinna að því koma málinu á réttan rekspöl. Fyrirspyrjandinn, Einar K. Guðfinnsson, lýsti þá stöðunni á sunnanverðum Vestfjörðum sem mestu sorgarsögu í uppbyggingu vegamála á Íslandi á undanförnum árum. Íbúar Þingeyrar eru kannski verst staddir, geta þó komist bakaleiðina um Ísafjörð á malbiki, en þurfa annars að þola 137 kílómetra langa malarkafla á þeim vegi sem eðlilegast væri að aka til Reykjavíkur. Á þeirri leið eru jafnframt tveir af erfiðustu fjallvegum landsins, Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði. Ögmundur Jónasson og fylgdarlið fara um Hólmavík og Djúp í dag og gista á Ísafirði í kvöld. Á morgun ekur ráðherrann til Patreksfjarðar en fimmtudagurinn verður svo nýttur til að aka um Barðaströndina. Ögmundur kvaðst í morgun búast við að sjá mikið af holum og steinum á ferðalaginu um vestfirsku vegina.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira