Erlent

Smáforrit gegn nauðgunum

Smáforritið er hið fyrsta sinnar tegundar.
Smáforritið er hið fyrsta sinnar tegundar. mynd/AFP
Yfirvöld í Indlandi ætla að berjast gegn nauðgunum í Nýju Delí með sérstöku smáforriti sem konur geta notað til að fæla burt árásarmenn.

Nauðganir hafa lengi verið algengar í Nýju Delí og er talið að einni konu sé nauðgað á hverjum degi. Þetta sé smánarlegt segja yfirvöld í borginni.

Hjálparstofnanir í Nýju Delí hafa því ákveðið að hanna smáforrit sem á að koma í veg fyrir nauðganir. Með því að kveikja á forritinu er kallað á lögregluna, skilboð birtast á samskiptasíðum á netinu og smáskilaboð send út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×