Erlent

Fallið frá ákærum á Strauss-Khan

Dominique Strauss-Kahn og Tristane Banon.
Dominique Strauss-Kahn og Tristane Banon. mynd/AFP
Fallið hefur verið frá nauðgunarákæru á hendur Dominique Strauss-Khan, fyrrverandi framkvæmdarstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Í yfirlýsingu frá saksóknaraembættinu kemur fram að um kynferðislega áreitni hafi verið að ræða, hins vegar sé fyrningarfrestur runninn út svo að ekki er hægt að halda áfram með málið.

Franski rithöfundurinn Tristane Banon sakaði Strauss-Khan um að hafa reynt að nauðga sér árið 2003.

Strauss-Khan þvertekur fyrir að hafa beitt Banon ofbeldi. Hann ætlar að kæra Banon fyrir rógburð.

Ásakanir Banon komu fram þegar réttað var yfir Strauss-Kahn í New York vegna nauðgunarákæru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×