Erlent

Köstuðu eggjum í áttina að fulltrúa AGS

Mark Lewis í viðbragðsstöðu.
Mark Lewis í viðbragðsstöðu.
Fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Tyrklandi, Mark Lewis, var heldur sneggri en Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, þegar hann náði að beygja sig áður en egg lenti á honum.

Mark var að halda ræðu í tyrkneska háskólanum Uludağ þegar nemandi stóð upp og grýtti eggi í áttina að honum.

Um leið hrópaði stúdentinn: „Komið ykkur í burtu AGS."

Þetta er reyndar ekki í fyrsta skiptið sem veist er að fulltrúum AGS í Tyrklandi, því árið 2009 kastaði mótmælandi skó í áttina að þáverandi framkvæmdastjóra sjóðsins, Dominique Strauss-Kahn.

Hægt er að sjá myndband af atvikinu á fréttavefnum The Daily Telegraph.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×