Lífið

Kertin sem spurðust út

Þórdís með kertin góðu. Mynd/GVA
Þórdís með kertin góðu. Mynd/GVA
„Þetta gerðist eiginlega bara óvart. Ég bjó til nokkur kerti fyrir sjálfa mig fyrir jólin sem ég skreytti í jólaþema. Vinkonur mínar voru hrifnar af þessu svo ég bjó til nokkur handa þeim og svo fóru vinkonur vinkvenna minna að fá áhuga og þannig gekk þetta koll af kolli,“ segir Þórdís Þorleifsdóttir sminka.

Þórdís hefur vakið mikla athygli fyrir kerti sem hún prentar helgimyndir á og selur á facebook-síðu sinni my stuff-þórdís þorleifs.

„Fram undan eru fermingar þannig að ég er aðeins farin á stúfana með að útbúa kerti sem passa í það þema, margir eru að leita að einhverju skemmtilegu og öðruvísi skrauti á fermingarborðið. Sjálfri finnst mér mikil ró fylgja kertunum og þau verða að hálfgerðri lukt þegar þau brenna niður og pappírinn stendur eftir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.