Erlent

Ástfangnir fá forrit til þess að kanna sambandsstöðu á Facebook

Ástsjúkur á Facebook. Hér er lausnin.
Ástsjúkur á Facebook. Hér er lausnin.
Bandaríkjamaðurinn, Dan Loewenherz, hefur hannað sérstakt forrit á samskiptavefnum Facebook, þar sem fólk getur skráð sig inn, og þá sem það hefur augastað á, og forritið lætur þig vita ef sambandsstaðan breytist á vefnum.

Forritið hefur vakið gríðarlega athygli en samkvæmt New York Post fæddist hugmyndin þegar Dan fann hinn eina rétta handa systur konu sinnar til þess eins að uppgvöta að viðkomandi ætti í ástarsambandi samkvæmt Facebook

Forritið skimar vefinn á tíu mínútna fresti og um leið og hinn eini rétti, eða rétta, breytir sambandsstöðunni á Facebook, fær hinn ástfangni fyrstu tilkynninguna um það póstleiðis.

Eins og staðan er núna er síðan ókeypis en Dan íhugar að rukka 99 sent fyrir þjónustuna nái hún að slá í gegn. Hægt er að skoða forritið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×