Erlent

Endurheimti stolið veski 40 árum síðar

Bygingin sem Rudolph týndi veskinu í.
Bygingin sem Rudolph týndi veskinu í.
Rudolph Resta, sem starfaði hjá The New York Times, varð heldur betur undrandi á dögunum þegar veski, sem hann átti, skilaði sér aftur til hans. Það væri varla frásögum færandi nema að veskinu hans var stolið 40 árum áður.

Rudolph hafði verið að vinna á dagblaðinu heimsfræga þegar hann skildi jakkann sinn eftir í fataskáp í húsnæði blaðsins nærri Times Torgi fyrir 40 árum síðan. Þegar hann vitjaði jakkans eftir vinnudaginn var veskið hans horfið.

Það var svo fyrir stuttu sem öryggisvörður var á eftirliti í sama húsi sem hann sá að eitthvað hafði fallið í bilið á milli gluggakarms og gluggans. Þar var veskið. Öryggisvörðurinn fletti svo upp nafni eigandans í gegnum starfsmannaskrár blaðsins.

Þegar Rudolph fékk loksins veskið í hendurnar var allt fé horfið úr því. Aftur á móti var þar að finna gamlar myndir af fjölskyldu Rudolphs sem honum þótti vænt um að endurheimta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×