Enski boltinn

Van Der Vaart: Harry fer vonandi að hætta að taka mig alltaf útaf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael van der Vaart.
Rafael van der Vaart. Mynd/Nordic Photos/Getty
Rafael van der Vaart er orðinn þreyttur á því að Harry Redknapp, stjóri Tottenham, sé alltaf að taka hann af velli í leikjum liðsins. Van der Vaart hefur verið tekinn útaf í 12 af 20 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

van der Vaart hefur alls spilað 26 leiki fyrir Tottenham í öllum keppnum en hefur aðeins náð að klára allar 90 mínúturnar átta sinnum. van der Vaart var tekinn útaf eftir 72 mínútur í markalausu jafntefli Tottenham og West Ham um síðustu helgi og strunsaði þá beint inn í búningsklefann.

„Ég spilaði vel og fannst þessi skipting vera alveg óþörf," sagði Rafael Van Der Vaart á blaðamannafundi með hollenska landsliðinu sem mætir Ungverjalandi í undankeppni EM.

„Ég vil að sjálfsögðu spilar allar 90 mínúturnar en það gerist afar sjaldan hjá Spurs. Ég las þar einhvers staðar að Harry vildi tala við mig en ég hitti hann ekkert áður en ég fór til Hollands," sagði Van Der Vaart.

„Ég kem ekki til baka fyrr en eftir tíu daga og þá verða allir búnir að gleyma þessu," sagði Van Der Vaart. Hann segist vonast eftir því að hann fái að klára leiki þegar landsleikjatörnin er búin og hann geti einbeitt sér að fullu að því að klára tímabilið með Tottenham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×