Mótmæli breiðast út 21. mars 2011 06:00 Lítil stúlka á meðal þeirra þúsunda sem mættu við jarðarfarir mótmælenda í Jemen í gær. Vaxandi þrýstingur er á forseta landsins að segja af sér. fréttablaðið/ap Forseti Jemens, Ali Abdullah Saleh, rak í gær ríkisstjórn landsins. Fjöldi embættismanna hafði þegar sagt af sér vegna andstöðu við morð á mótmælendum á föstudag, þar sem minnst 45 voru drepnir. Sendiherra Jemens hjá Sameinuðu þjóðunum, tveir ráðherrar, yfirmaður ríkisfjölmiðilsins og sendiherra landsins í Líbanon voru meðal þeirra sem sagt höfðu af sér. Forsetinn tilkynnti um þetta eftir að tugir þúsunda mættu í jarðarfarir nokkurra hinna myrtu í gær. Ættbálkur hans kallaði í gær eftir afsögn hans og slóst þar í lið með trúarleiðtogum og mótmælendum. Þá mótmæltu þúsundir manna í borginni Deraa í Sýrlandi í gær, þriðja daginn í röð. Einnig var mótmælt í öðrum borgum. Fimm mótmælendur hafa látist og öryggissveitir eru sagðar beita skotvopnum og táragasi. Mótmælendur kveiktu í byggingum í borginni og sögðu sjónarvottar að kveikt hefði verið í höfuðstöðvum Baath-flokksins, sem ræður ríkjum í landinu, sem og dómhúsi og tveimur útibúum símafyrirtækis sem skyldmenni forsetans eiga. Mótmælendur eru sagðir hafa völdin í miðborginni. Vegum inn í borgina hefur verið lokað og þá hefur verið lokað fyrir flestar samskiptaleiðir, internetið og rafmagnið. Í Barein halda mótmæli einnig áfram. Stjórnarandstæðingar óskuðu eftir hjálp Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjanna á stuttum mótmælafundi í höfuðborginni Manama í gær. Óskað var eftir því að SÞ stöðvi ofbeldi gegn mótmælendum og stýri viðræðum milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Þá vilja stjórnarandstæðingar að erlent herlið undir stjórn Sádi-Araba fari úr landi. „Þeir eiga að fara heim. Það er engin þörf fyrir þá þar sem hér er pólitískt vandamál, ekki hernaðarlegt,“ sagði Jassim Hussein, fyrrverandi þingmaður. Tugir Sádi-Araba mótmæltu fyrir utan innanríkisráðuneytið í Riyadh í gær og kröfðust þess að þúsundir fanga yrðu látnir lausir. Fólkið hefur verið í fangelsi svo árum skiptir án þess að réttað hafi verið yfir því. Lögreglumenn voru mun fleiri en mótmælendurnir á svæðinu, eða um 2000 talsins. Sjónarvottar segja að fjöldi fólks hafi verið handtekinn. Þetta voru þriðju mótmælin í landinu í mánuðinum, en mótmæli eru bönnuð í landinu. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Forseti Jemens, Ali Abdullah Saleh, rak í gær ríkisstjórn landsins. Fjöldi embættismanna hafði þegar sagt af sér vegna andstöðu við morð á mótmælendum á föstudag, þar sem minnst 45 voru drepnir. Sendiherra Jemens hjá Sameinuðu þjóðunum, tveir ráðherrar, yfirmaður ríkisfjölmiðilsins og sendiherra landsins í Líbanon voru meðal þeirra sem sagt höfðu af sér. Forsetinn tilkynnti um þetta eftir að tugir þúsunda mættu í jarðarfarir nokkurra hinna myrtu í gær. Ættbálkur hans kallaði í gær eftir afsögn hans og slóst þar í lið með trúarleiðtogum og mótmælendum. Þá mótmæltu þúsundir manna í borginni Deraa í Sýrlandi í gær, þriðja daginn í röð. Einnig var mótmælt í öðrum borgum. Fimm mótmælendur hafa látist og öryggissveitir eru sagðar beita skotvopnum og táragasi. Mótmælendur kveiktu í byggingum í borginni og sögðu sjónarvottar að kveikt hefði verið í höfuðstöðvum Baath-flokksins, sem ræður ríkjum í landinu, sem og dómhúsi og tveimur útibúum símafyrirtækis sem skyldmenni forsetans eiga. Mótmælendur eru sagðir hafa völdin í miðborginni. Vegum inn í borgina hefur verið lokað og þá hefur verið lokað fyrir flestar samskiptaleiðir, internetið og rafmagnið. Í Barein halda mótmæli einnig áfram. Stjórnarandstæðingar óskuðu eftir hjálp Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjanna á stuttum mótmælafundi í höfuðborginni Manama í gær. Óskað var eftir því að SÞ stöðvi ofbeldi gegn mótmælendum og stýri viðræðum milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Þá vilja stjórnarandstæðingar að erlent herlið undir stjórn Sádi-Araba fari úr landi. „Þeir eiga að fara heim. Það er engin þörf fyrir þá þar sem hér er pólitískt vandamál, ekki hernaðarlegt,“ sagði Jassim Hussein, fyrrverandi þingmaður. Tugir Sádi-Araba mótmæltu fyrir utan innanríkisráðuneytið í Riyadh í gær og kröfðust þess að þúsundir fanga yrðu látnir lausir. Fólkið hefur verið í fangelsi svo árum skiptir án þess að réttað hafi verið yfir því. Lögreglumenn voru mun fleiri en mótmælendurnir á svæðinu, eða um 2000 talsins. Sjónarvottar segja að fjöldi fólks hafi verið handtekinn. Þetta voru þriðju mótmælin í landinu í mánuðinum, en mótmæli eru bönnuð í landinu. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira