Erlent

Flugi frá Íslandi til New York frestað - mikill viðbúnaður vegna Írenu

Allir velkomnir, nema Írena. Myndin er tekin í New York.
Allir velkomnir, nema Írena. Myndin er tekin í New York. Mynd AP
Dregið hefur úr styrk fellibylsins Írenu sem en hátt í þrjú hundruð þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín í New York-borg í miðnætti í gærkvöldi að íslenskum tíma, þegar fellibylurinn nálgaðist borgina. Flugferðum Icelandair og Delta sem áttu að fara til New York milli tíu og ellefu í dag hefur verð aflýst. Ákvörðun verður tekin fyrir hádegi um hvort seinna flugi Icelandair til borgarinnar verði líka frestað.

Aldrei áður hefur fyrirskipun verið gefin út í New York borg um að menn þurfi að rýma heimili sín en hún náði til hverfa sem liggja lágt eða meðfram ströndinni. Michael R. Bloomberg borgarstjóri ákvað jafnframt að stöðva samgöngukerfi borgarinnar í gærkvöldi.

Barack Obama forseti Bandaríkjanna kom snemma heim úr stuttu sumarfríi í gærkvöldi en hann var í Martha´s vineyard, sem er eyja undan austurströnd Bandaríkjanna.

Talsmaður forsetans segir að Obama hafi viljað koma fyrr heim til að vera í viðbragðsstellingum vegna fellibylsins, en samkvæmt spám átti bylurinn að ganga yfir Norður-Karólínu fylki í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×