Segist saklaus af njósnum - sérsveit í viðbragðsstöðu vegna handtöku 27. ágúst 2011 11:35 Sérsveitarmaður. Athugið að myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint. „Ég er gjörsamlega saklaus af njósnum, þessi ákæra er röng," segir Þorsteinn Húnbogason, sem hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum. Hann er sakaður um að hafa komið fyrir fyrir ökurita í Skoda Octavia bíl sem fyrrum sambýliskona hans, Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, notaði, án vitneskju hennar, og er grunaður um að hafa fylgst þannig með ferðum hennar. Bifreiðin var í eigu Þorsteins en samkvæmt ökutækjaskrá er hún skráð á son þeirra. Hið meinta eftirlit stóð yfir á árinu 2010, en ökuriti er samkvæmt reglugerð sérstakur tækjabúnaður í bílum sem sýnir, skráir og geymir akstursupplýsingar. Þorsteinn vill ekki tjá sig mikið um málið, „mér þykir vænna um Siv en að ég fari í einhvern leðjuslag við hana í fjölmiðlum," segir hann. Þorsteinn er hinsvegar ósáttur við framgöngu lögreglunnar. Hann segir viðbúnaðinn vegna málsins hafa verið óeðlilega mikinn. Meðal annars hafi sérsveitarmenn hefðu verið í viðbragðsstöðu þegar hann var færður til skýrslutöku, þó svo að sérsveitarmenn hafi ekki þurft að liðsinna lögreglumönnunum á heimili Þorsteins umrætt kvöld. „Þeir komu þarna mér að óvörum á föstudagskvöldi. Ég var að fara verka jólagæsina þegar þeir birtast mér sem Vottar Jehóvar við dyrnar," segir Þorsteinn þegar hann lýsir kvöldinu sem lögreglan bankaði upp á dyrnar hjá honum. Þorsteini var brugðið þegar lögreglan tilkynnti honum að hann yrði að fara með þeim niður á lögreglustöð í skýrslutöku. Hann segir samskipti sín við lögregluna hafa verið undarleg, og stendur í þeirri trú að það hafi verið brotið á hans eigin friðhelgi í þeim samskiptum. Ákæran á hendur Þorsteini verður þingfest hinn 9. september næstkomandi, en rafræn vöktun með ökurita án samþykkis og vitundar þess sem sætir eftirliti getur varðað allt að tveggja ára fangelsi, samkvæmt fjarskiptalögum. Tengdar fréttir Fyrrverandi sambýlismaður Sivjar ákærður fyrir að njósna um hana Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur, alþingiskonu, hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er grunaður um að hafa njósnað um hana með því að koma fyrir ökurita í bíl sem hún hafði til umráða og fylgjast þannig með ferðum hennar. 26. ágúst 2011 18:42 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
„Ég er gjörsamlega saklaus af njósnum, þessi ákæra er röng," segir Þorsteinn Húnbogason, sem hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum. Hann er sakaður um að hafa komið fyrir fyrir ökurita í Skoda Octavia bíl sem fyrrum sambýliskona hans, Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, notaði, án vitneskju hennar, og er grunaður um að hafa fylgst þannig með ferðum hennar. Bifreiðin var í eigu Þorsteins en samkvæmt ökutækjaskrá er hún skráð á son þeirra. Hið meinta eftirlit stóð yfir á árinu 2010, en ökuriti er samkvæmt reglugerð sérstakur tækjabúnaður í bílum sem sýnir, skráir og geymir akstursupplýsingar. Þorsteinn vill ekki tjá sig mikið um málið, „mér þykir vænna um Siv en að ég fari í einhvern leðjuslag við hana í fjölmiðlum," segir hann. Þorsteinn er hinsvegar ósáttur við framgöngu lögreglunnar. Hann segir viðbúnaðinn vegna málsins hafa verið óeðlilega mikinn. Meðal annars hafi sérsveitarmenn hefðu verið í viðbragðsstöðu þegar hann var færður til skýrslutöku, þó svo að sérsveitarmenn hafi ekki þurft að liðsinna lögreglumönnunum á heimili Þorsteins umrætt kvöld. „Þeir komu þarna mér að óvörum á föstudagskvöldi. Ég var að fara verka jólagæsina þegar þeir birtast mér sem Vottar Jehóvar við dyrnar," segir Þorsteinn þegar hann lýsir kvöldinu sem lögreglan bankaði upp á dyrnar hjá honum. Þorsteini var brugðið þegar lögreglan tilkynnti honum að hann yrði að fara með þeim niður á lögreglustöð í skýrslutöku. Hann segir samskipti sín við lögregluna hafa verið undarleg, og stendur í þeirri trú að það hafi verið brotið á hans eigin friðhelgi í þeim samskiptum. Ákæran á hendur Þorsteini verður þingfest hinn 9. september næstkomandi, en rafræn vöktun með ökurita án samþykkis og vitundar þess sem sætir eftirliti getur varðað allt að tveggja ára fangelsi, samkvæmt fjarskiptalögum.
Tengdar fréttir Fyrrverandi sambýlismaður Sivjar ákærður fyrir að njósna um hana Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur, alþingiskonu, hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er grunaður um að hafa njósnað um hana með því að koma fyrir ökurita í bíl sem hún hafði til umráða og fylgjast þannig með ferðum hennar. 26. ágúst 2011 18:42 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Fyrrverandi sambýlismaður Sivjar ákærður fyrir að njósna um hana Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur, alþingiskonu, hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er grunaður um að hafa njósnað um hana með því að koma fyrir ökurita í bíl sem hún hafði til umráða og fylgjast þannig með ferðum hennar. 26. ágúst 2011 18:42