Segist saklaus af njósnum - sérsveit í viðbragðsstöðu vegna handtöku 27. ágúst 2011 11:35 Sérsveitarmaður. Athugið að myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint. „Ég er gjörsamlega saklaus af njósnum, þessi ákæra er röng," segir Þorsteinn Húnbogason, sem hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum. Hann er sakaður um að hafa komið fyrir fyrir ökurita í Skoda Octavia bíl sem fyrrum sambýliskona hans, Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, notaði, án vitneskju hennar, og er grunaður um að hafa fylgst þannig með ferðum hennar. Bifreiðin var í eigu Þorsteins en samkvæmt ökutækjaskrá er hún skráð á son þeirra. Hið meinta eftirlit stóð yfir á árinu 2010, en ökuriti er samkvæmt reglugerð sérstakur tækjabúnaður í bílum sem sýnir, skráir og geymir akstursupplýsingar. Þorsteinn vill ekki tjá sig mikið um málið, „mér þykir vænna um Siv en að ég fari í einhvern leðjuslag við hana í fjölmiðlum," segir hann. Þorsteinn er hinsvegar ósáttur við framgöngu lögreglunnar. Hann segir viðbúnaðinn vegna málsins hafa verið óeðlilega mikinn. Meðal annars hafi sérsveitarmenn hefðu verið í viðbragðsstöðu þegar hann var færður til skýrslutöku, þó svo að sérsveitarmenn hafi ekki þurft að liðsinna lögreglumönnunum á heimili Þorsteins umrætt kvöld. „Þeir komu þarna mér að óvörum á föstudagskvöldi. Ég var að fara verka jólagæsina þegar þeir birtast mér sem Vottar Jehóvar við dyrnar," segir Þorsteinn þegar hann lýsir kvöldinu sem lögreglan bankaði upp á dyrnar hjá honum. Þorsteini var brugðið þegar lögreglan tilkynnti honum að hann yrði að fara með þeim niður á lögreglustöð í skýrslutöku. Hann segir samskipti sín við lögregluna hafa verið undarleg, og stendur í þeirri trú að það hafi verið brotið á hans eigin friðhelgi í þeim samskiptum. Ákæran á hendur Þorsteini verður þingfest hinn 9. september næstkomandi, en rafræn vöktun með ökurita án samþykkis og vitundar þess sem sætir eftirliti getur varðað allt að tveggja ára fangelsi, samkvæmt fjarskiptalögum. Tengdar fréttir Fyrrverandi sambýlismaður Sivjar ákærður fyrir að njósna um hana Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur, alþingiskonu, hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er grunaður um að hafa njósnað um hana með því að koma fyrir ökurita í bíl sem hún hafði til umráða og fylgjast þannig með ferðum hennar. 26. ágúst 2011 18:42 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira
„Ég er gjörsamlega saklaus af njósnum, þessi ákæra er röng," segir Þorsteinn Húnbogason, sem hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum. Hann er sakaður um að hafa komið fyrir fyrir ökurita í Skoda Octavia bíl sem fyrrum sambýliskona hans, Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, notaði, án vitneskju hennar, og er grunaður um að hafa fylgst þannig með ferðum hennar. Bifreiðin var í eigu Þorsteins en samkvæmt ökutækjaskrá er hún skráð á son þeirra. Hið meinta eftirlit stóð yfir á árinu 2010, en ökuriti er samkvæmt reglugerð sérstakur tækjabúnaður í bílum sem sýnir, skráir og geymir akstursupplýsingar. Þorsteinn vill ekki tjá sig mikið um málið, „mér þykir vænna um Siv en að ég fari í einhvern leðjuslag við hana í fjölmiðlum," segir hann. Þorsteinn er hinsvegar ósáttur við framgöngu lögreglunnar. Hann segir viðbúnaðinn vegna málsins hafa verið óeðlilega mikinn. Meðal annars hafi sérsveitarmenn hefðu verið í viðbragðsstöðu þegar hann var færður til skýrslutöku, þó svo að sérsveitarmenn hafi ekki þurft að liðsinna lögreglumönnunum á heimili Þorsteins umrætt kvöld. „Þeir komu þarna mér að óvörum á föstudagskvöldi. Ég var að fara verka jólagæsina þegar þeir birtast mér sem Vottar Jehóvar við dyrnar," segir Þorsteinn þegar hann lýsir kvöldinu sem lögreglan bankaði upp á dyrnar hjá honum. Þorsteini var brugðið þegar lögreglan tilkynnti honum að hann yrði að fara með þeim niður á lögreglustöð í skýrslutöku. Hann segir samskipti sín við lögregluna hafa verið undarleg, og stendur í þeirri trú að það hafi verið brotið á hans eigin friðhelgi í þeim samskiptum. Ákæran á hendur Þorsteini verður þingfest hinn 9. september næstkomandi, en rafræn vöktun með ökurita án samþykkis og vitundar þess sem sætir eftirliti getur varðað allt að tveggja ára fangelsi, samkvæmt fjarskiptalögum.
Tengdar fréttir Fyrrverandi sambýlismaður Sivjar ákærður fyrir að njósna um hana Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur, alþingiskonu, hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er grunaður um að hafa njósnað um hana með því að koma fyrir ökurita í bíl sem hún hafði til umráða og fylgjast þannig með ferðum hennar. 26. ágúst 2011 18:42 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Sjá meira
Fyrrverandi sambýlismaður Sivjar ákærður fyrir að njósna um hana Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur, alþingiskonu, hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er grunaður um að hafa njósnað um hana með því að koma fyrir ökurita í bíl sem hún hafði til umráða og fylgjast þannig með ferðum hennar. 26. ágúst 2011 18:42