Ragga Magg stofnar grínhóp í LA 15. nóvember 2011 22:00 Ragga hefur stofnað grínhóp í Los Angeles. Mynd/Gorge Villalpando „Þetta er verulega skemmtilegt og ég fæ góða útrás við þetta,“ segir Ragnhildur Magnúsdóttir, mastersnemi í New York Film Academy í Los Angeles og fyrrverandi útvarpskona á Bylgjunni. Ragnhildur stofnaði nýlega grínhópinn Icelandic Poniez, sem framleiðir grínefni og birtir á vefsíðum á borð við Funnyordie.com. Ragga tekur þátt í að framleiða og skrifa grínið ásamt því að leika þegar hún er í stuði. „Í fyrsta verkefninu ákvað ég að leika sjálf þegar að stelpan sem ég vildi ráða komst ekki þann dag. Ég ákvað að láta vaða,“ segir hún. Pétur Gautur Magnússon, bróðir Röggu, er með henni í hópnum ásamt nokkrum leikurum og tökuliði. „Þetta eru bæði nemar og fólk sem er að vinna í bransanum,“ segir Ragga. „Stelpan sem leikur Sylviu í myndbandinu Carlos & Brandi er til dæmis að leika í mynd með Andy Garcia. Svo eru tvær hörkuduglegar og yndislegar íslenskar stelpur í hópnum.“ Ragga segir framleiðsluna ekki vera tómt flipp, enda starfi allt að 15 manns á tökustað. Spurð hvert hópurinn sækir áhrif segir hún hversdagsleikann fullan af uppákomum, augnablikum og samtölum til að sækja í. „En það er stundum alvara á bak við grínið,“ segir hún. „Fyrsta myndbandið fjallaði um tilgerðarlegan umhverfishippa og hræsnara á stefnumóti, en seinna myndbandið um alkóhólisma og verulega sorglegt par. Þar gerðum við grín að glamúrnum hjá raunveruleikasjónvarpspörum.“ - afb Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Fleiri fréttir Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Sjá meira
„Þetta er verulega skemmtilegt og ég fæ góða útrás við þetta,“ segir Ragnhildur Magnúsdóttir, mastersnemi í New York Film Academy í Los Angeles og fyrrverandi útvarpskona á Bylgjunni. Ragnhildur stofnaði nýlega grínhópinn Icelandic Poniez, sem framleiðir grínefni og birtir á vefsíðum á borð við Funnyordie.com. Ragga tekur þátt í að framleiða og skrifa grínið ásamt því að leika þegar hún er í stuði. „Í fyrsta verkefninu ákvað ég að leika sjálf þegar að stelpan sem ég vildi ráða komst ekki þann dag. Ég ákvað að láta vaða,“ segir hún. Pétur Gautur Magnússon, bróðir Röggu, er með henni í hópnum ásamt nokkrum leikurum og tökuliði. „Þetta eru bæði nemar og fólk sem er að vinna í bransanum,“ segir Ragga. „Stelpan sem leikur Sylviu í myndbandinu Carlos & Brandi er til dæmis að leika í mynd með Andy Garcia. Svo eru tvær hörkuduglegar og yndislegar íslenskar stelpur í hópnum.“ Ragga segir framleiðsluna ekki vera tómt flipp, enda starfi allt að 15 manns á tökustað. Spurð hvert hópurinn sækir áhrif segir hún hversdagsleikann fullan af uppákomum, augnablikum og samtölum til að sækja í. „En það er stundum alvara á bak við grínið,“ segir hún. „Fyrsta myndbandið fjallaði um tilgerðarlegan umhverfishippa og hræsnara á stefnumóti, en seinna myndbandið um alkóhólisma og verulega sorglegt par. Þar gerðum við grín að glamúrnum hjá raunveruleikasjónvarpspörum.“ - afb
Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Fleiri fréttir Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Sjá meira