Innlent

Heita vatnið tekið af í Grafarvogi annað kvöld

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vatnið verður tekið af í Grafarvogi á morgun.
Vatnið verður tekið af í Grafarvogi á morgun.
Heitavatnslaust verður í Grafarvogi frá klukkan sjö annað kvöld til fimmtudagsmorguns. Bilun hefur orðið í stofnlögn og þarf af þeim sökum að loka fyrir heita vatnið vegna viðgerðar á lögninni.

Orkuveita Reykjavíkur bendir íbúum á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að forðast slysahættu eða tjón þegar vatnið kemst á að nýju. Þá er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir varmatap.

Vonast er til að viðgerð verði lokið uppúr klukkan sjö að morgni fimmtudagsins, en íbúar eru beðnir að fylgjast með tilkynningum frá Orkuveitu Reykjavíkur ef viðgerð skyldi dragast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×