Erlent

Forseti Mexíkó veldur illvígum pólitískum deilum

Illvígar pólitískar deilur hafa blossað upp í Mexíkó í kjölfar viðtals The New York Time við Felipe Calderon forseta landsins.

Forsetinn heldur því fram í viðtalinu að ef stjórnarandstöðuflokkurinn PRI komist aftur til valda í Mexíkó muni hann semja frið við fíkniefnagengi landsins. Forráðamenn PRI segja þessi ummæli fáránleg og hafa krafist þess að forsetinn dragi þau til baka og biðjist afsökunnar.

PRI hefur gagnrýnt forsetann harðlega fyrir að beita mexíkanska hernum í baráttunni gegn fíkniefnagengjunum. Baráttan við fíkniefnagengin hefur kostað um 40.000 mannslíf á þeim fimm árum sem Calderon hefur verið forseti Mexíkó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×