Innlent

Ríkisstjórnin vill viðhalda ófriði þrátt fyrir að friður sé í boði

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Í yfirlýsingu frá Samtökum atvinnulífsins segir að Alþýðusambandið hafi hafnað algjörlega áframhaldandi vinnu við atvinnuleiðina og sameiginlegum rökstuðningi jafnvel þótt sérstaklega hafi verið óskað eftir tillögu frá SA um hvernig slíkur rökstuðningur mætti vera.

„Leið Alþýðusambandins vegna skammtímasamningsins var sú að ljúka honum í flýti og hefja svo miklar deilur um hverjum væri um að kenna að þriggja ára samningur með atvinnuleiðinni hefði ekki náðst. Slíkt hefði aukið enn á upplausn og óvissu. Ríkisstjórnin hefur verið söm við sig og vill viðhalda ófriði um sjávarútveg, orkumál og aðra uppbyggingu þrátt fyrir að friður sé í boði," segir í yfirlýsingunni.

Yfirlýsinguna í heild má lesa hér fyrir neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×