Innlent

Kviknaði í bílnum þegar ökumaðurinn ræsti vélina

Mikinn reyk lagði frá bílnum.
Mikinn reyk lagði frá bílnum. Mynd/David Luther
Fólki sem hafði lokið verslunarferð í Holtagörðum í Reykjavík í dag brá heldur betur í brún þegar það kom út í bílinn sinn og ræsti vélina. Þegar vélin hafði verið í gangi í nokkrar sekúndur gaus upp mikill eldur í vél bílsins.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu kom á vettvang nokkrum mínútum síðar og slökkti eldinn, sem varð töluverður. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að útköll sem þessi séu óvenjuleg - sérstaklega ef litið er til þess að bíllinn var kaldur og hafði ekki verið í gangi í margar mínútur.

Bíllinn er af gerðinni Renault Clio.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×