Helmingur þeirra sem tóku þátt í könnun Neytendasamtakanna og Evrópsku neytendaaðstoðarinnar um réttindi flugfarþega sagðist fara til útlanda með flugi einu sinni til tvisvar á ári.
Um 32 prósent svarenda sögðust hafa orðið fyrir þriggja klukkustunda óvæntri seinkun í millilandaflugi. Um 66 prósent kváðust enga aðstoð hafa fengið vegna seinkunarinnar. Um 23 prósent svarenda höfðu lent í tveggja stunda eða lengri seinkun í innanlandsflugi.
Einungis bárust 75 svör í könnuninni og segir í tilkynningu Neytendasamtakanna að langt sé frá því að niðurstöðurnar feli í sér nákvæmar upplýsingar um raunverulega stöðu flugfarþega.
- sv
