Föðuramma Obama að koma til Íslands 5. maí 2011 06:45 Sara Obama með íslenskan trefil ásamt sjálfboðaliðum í samtökum Paul og Rosemary í Kenía. mynd/tearschildren Sara Obama, stjúpamma Baracks Obama Bandaríkjaforseta í föðurætt, er á leið hingað til lands síðar í mánuðinum. Hún kemur á vegum Pauls Ramses Oduor og Rosemary Atieno og hjálparsamtaka þeirra. Að sögn Pauls kemur Sara Obama hingað til lands til þess að hjálpa þeim að vekja athygli á hjálparsamtökum þeirra, Tears Children and Youth Aid, en þau vinna nú að því að safna fé til að byggja barnaskóla í nágrenni við heimabæ Obama. Hún er þriðja eiginkona föðurafa Bandaríkjaforsetans, sem kallar hana Ömmu Söru. „Hún er svo mörgum innblástur," segir Paul en Sara rekur sín eigin góðgerðasamtök í Kenía. Paul segir hana og fylgdarlið hennar hafa fengið vegabréfsáritanir í gær og áætlað sé að þau komi hingað til lands 15. maí. Hann hefur fundað með forsetaembættinu um málið og kynnt fólki þar áformin. Örnólfur Thorsson forsetaritari staðfesti það við Fréttablaðið í gær, en nánari aðkoma forsetaembættisins liggur ekki fyrir. „Fyrsta kvöldið verðum við með einhvern formlegan fund til að kynna hana fyrir íslensku þjóðinni. Svo ætlum við að heimsækja einhverja skóla bæði í Reykjavík og Hafnarfirði, við búum í Hafnarfirði og viljum gera þetta fyrir fólkið okkar. Svo verða allavega tveir fyrirlestrar haldnir, vonandi í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Svo langar okkur að fara með hana gullna hringinn, og kynna hana fyrir Íslendingum." Paul og Rosemary vita hversu hart er í ári hjá mörgum á Íslandi en þau vilja nota tækifærið með komu Söru að hvetja íslensku þjóðina til dáða. Þau leita stuðnings almennings við að fjármagna skólann, en hafa nú þegar fest kaup á þremur lóðum undir skóla. „Þessi skóli mun þjóna 700 börnum, sem geta eftir útskrift leitað sér meiri menntunar. Hversu mikið meira er hægt að biðja um? Þetta eru munaðarlaus börn, börn sem hafa verið misnotuð og enginn hefur viljað. Við töldum aðeins hægt að hjálpa þeim með því að mennta þau. Það er númer eitt, tvö og þrjú." „Við viljum að fólk þekki samtökin okkar og um hvað þau snúast. Við viljum líka sýna fólki hér hversu mikils virði 2.000 íslenskar krónur eru fyrir börnin í Kenía," segir Paul. „Við viljum styðja börn í Kenía eins og við vorum studd á Íslandi, við viljum sýna þeim sömu ástúð. Við viljum líka gefa þeim tækifæri til að komast á ný inn í samfélagið og vera samþykkt, eins og við vorum samþykkt hérna." Hægt er að fræðast meira um samtökin Tears Children and Youth Aid á http://www.tearschildren.org/. thorunn@frettabladid.is Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Sara Obama, stjúpamma Baracks Obama Bandaríkjaforseta í föðurætt, er á leið hingað til lands síðar í mánuðinum. Hún kemur á vegum Pauls Ramses Oduor og Rosemary Atieno og hjálparsamtaka þeirra. Að sögn Pauls kemur Sara Obama hingað til lands til þess að hjálpa þeim að vekja athygli á hjálparsamtökum þeirra, Tears Children and Youth Aid, en þau vinna nú að því að safna fé til að byggja barnaskóla í nágrenni við heimabæ Obama. Hún er þriðja eiginkona föðurafa Bandaríkjaforsetans, sem kallar hana Ömmu Söru. „Hún er svo mörgum innblástur," segir Paul en Sara rekur sín eigin góðgerðasamtök í Kenía. Paul segir hana og fylgdarlið hennar hafa fengið vegabréfsáritanir í gær og áætlað sé að þau komi hingað til lands 15. maí. Hann hefur fundað með forsetaembættinu um málið og kynnt fólki þar áformin. Örnólfur Thorsson forsetaritari staðfesti það við Fréttablaðið í gær, en nánari aðkoma forsetaembættisins liggur ekki fyrir. „Fyrsta kvöldið verðum við með einhvern formlegan fund til að kynna hana fyrir íslensku þjóðinni. Svo ætlum við að heimsækja einhverja skóla bæði í Reykjavík og Hafnarfirði, við búum í Hafnarfirði og viljum gera þetta fyrir fólkið okkar. Svo verða allavega tveir fyrirlestrar haldnir, vonandi í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Svo langar okkur að fara með hana gullna hringinn, og kynna hana fyrir Íslendingum." Paul og Rosemary vita hversu hart er í ári hjá mörgum á Íslandi en þau vilja nota tækifærið með komu Söru að hvetja íslensku þjóðina til dáða. Þau leita stuðnings almennings við að fjármagna skólann, en hafa nú þegar fest kaup á þremur lóðum undir skóla. „Þessi skóli mun þjóna 700 börnum, sem geta eftir útskrift leitað sér meiri menntunar. Hversu mikið meira er hægt að biðja um? Þetta eru munaðarlaus börn, börn sem hafa verið misnotuð og enginn hefur viljað. Við töldum aðeins hægt að hjálpa þeim með því að mennta þau. Það er númer eitt, tvö og þrjú." „Við viljum að fólk þekki samtökin okkar og um hvað þau snúast. Við viljum líka sýna fólki hér hversu mikils virði 2.000 íslenskar krónur eru fyrir börnin í Kenía," segir Paul. „Við viljum styðja börn í Kenía eins og við vorum studd á Íslandi, við viljum sýna þeim sömu ástúð. Við viljum líka gefa þeim tækifæri til að komast á ný inn í samfélagið og vera samþykkt, eins og við vorum samþykkt hérna." Hægt er að fræðast meira um samtökin Tears Children and Youth Aid á http://www.tearschildren.org/. thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira