Innlent

Kolsýrulekaslys: Sá sem missti meðvitund á batavegi

Frá slysavettvangi í gær.
Frá slysavettvangi í gær. Mynd Óskar P. Friðriksson
Líðan mannsins, sem fluttur var á Landspítalann í Fossvogi eftir að hafa missti meðvitund þegar kolsýruleki kom upp í skipi í Vestmannaeyjahöfn í gær, er góð að sögn vakthafandi læknis á spítalanum.

Gert er ráð fyrir að hann verði útskrifaður nú í hádeginu. Þrír menn voru að vinna í vélarrúmi bátsins við þröngar aðstæður þegar kolsýran losnaði. Tveir þeirra komust út af sjálfsdáðum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×