Ekki verið að ritskoða listasýningu: Bókin tengist ekki hruninu Valur Grettisson skrifar 21. apríl 2011 11:28 Kristján B. Jónasson spyr hverslag tjáningafrelsi það sé að tjá sig undir nafnleynd. „Málinu er lokið af okkar hálfu,“ segir Kristján B. Jónasson, forsvarsmaður bókaútgáfunnar Crymogeu, sem gaf út bókina Flora Islandica með myndskreytingum Eggerts Péturssonar listmálara. Kristján kvartaði til Nýlistasafnsins vegna listaverksins Fallegasta bók í heimi á listasýningunni Koddu. Bókin var afskræmd með mat, súkkulaði, majonesi, malakoff og þessháttar. Bókin er hluti af stærri innsetningu sýningarinnar. Kristján sendi því Nýlistasafninu formlega kvörtun vegna málsins sem Nýlistasafnið tók mið af og hefur lofað útgefandanum að taka verkið út af sýningunni. Ásmundur Ásmundsson, einn af forsvarsmönnum sýningarinnar sagði í viðtali við Vísi í gærkvöldi að um væri að ræða alvarlega atlögu að tjáningarfrelsinu. Þessu er Kristján ekki sammála. „Sýningarstjórar sem eru að gagnrýna góðærið geta líka getað spurt sig að því hvað bók sem gefin er út síðla árs 2008 og var ekki studd af neinum erlendum velgjörðarmönnum, bönkum né opinberum stofnunum, og hefur ekki einu sinni verið keypt af einum einasta banka, hefur eiginlega að gera inn í þetta pastasósubað?“ segir Kristján og spyr hvernig þessi bók tengist hruninu. Sýningin er afar ágeng og gagnrýnir samfélagið fyrir og eftir hrunið. Kristján segist ekki vera að ritskoða sýninguna, hann sé einfaldlega í höfundaréttargæslu, það sé skylda hans sem útgefandi bókarinnar. Hann segir höfundarlögin skýr, þar segir: „Óheimilt er að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni". Örlög verksins eru hinsvegar óljós. Nýlistasafnið tilkynnti Kristjáni formlega að verkið yrði tekið niður. Aftur á móti sagði Hannes Lárusson, annar af þremur sýningastjórum sýningarinnar, í viðtali við Fréttablaðið í dag, að ef verkið yrði fjarlægt myndi hann kæra það til lögreglunnar. Þegar Kristján er spurður hvernig forlagið muni bregðast við, verði verkið til sýnis annarsstaðar, svarar hann því til að hann treysti því að verkið verði ekki afhent sýningastjórum á ný. Hann bendir á að enginn sé titlaður fyrir verkinu og því sé það á ábyrgð Nýlistasafnsins. Hann spyr svo að lokum: „Og hverslags tjáningarfrelsi er það að þora ekki að segja eitthvað undir nafni?“ Tengdar fréttir Saka Nýlistasafnið um árás á tjáningarfrelsið „Þetta er svartur dagur í sögu tjáningarfrelsis á Íslandi,“ segir Hannes Lárusson, myndlistarmaður og sýningarstjóri, um ákvörðun stjórnar Nýlistasafnsins um að fjarlægja eitt verkanna af sýningunni Koddu. Tugir listamanna taka þátt í sýningunni sem var opnuð í Nýlistasafninu og Alliance-húsinu á Grandagarði um síðustu helgi. 21. apríl 2011 06:30 Nýlistasafnið hefur lokað hluta af umdeildu listasýningunni Koddu Nýlistasafnið hefur lokað hluta af listasýningunni Koddu samkvæmt Ásmundi Ásmundssyni, sem er einn af þremur sýningastjórum sýningarinnar ásamt Hannesi Lárussyni og Tinnu Grétarsdóttur. 20. apríl 2011 21:53 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
„Málinu er lokið af okkar hálfu,“ segir Kristján B. Jónasson, forsvarsmaður bókaútgáfunnar Crymogeu, sem gaf út bókina Flora Islandica með myndskreytingum Eggerts Péturssonar listmálara. Kristján kvartaði til Nýlistasafnsins vegna listaverksins Fallegasta bók í heimi á listasýningunni Koddu. Bókin var afskræmd með mat, súkkulaði, majonesi, malakoff og þessháttar. Bókin er hluti af stærri innsetningu sýningarinnar. Kristján sendi því Nýlistasafninu formlega kvörtun vegna málsins sem Nýlistasafnið tók mið af og hefur lofað útgefandanum að taka verkið út af sýningunni. Ásmundur Ásmundsson, einn af forsvarsmönnum sýningarinnar sagði í viðtali við Vísi í gærkvöldi að um væri að ræða alvarlega atlögu að tjáningarfrelsinu. Þessu er Kristján ekki sammála. „Sýningarstjórar sem eru að gagnrýna góðærið geta líka getað spurt sig að því hvað bók sem gefin er út síðla árs 2008 og var ekki studd af neinum erlendum velgjörðarmönnum, bönkum né opinberum stofnunum, og hefur ekki einu sinni verið keypt af einum einasta banka, hefur eiginlega að gera inn í þetta pastasósubað?“ segir Kristján og spyr hvernig þessi bók tengist hruninu. Sýningin er afar ágeng og gagnrýnir samfélagið fyrir og eftir hrunið. Kristján segist ekki vera að ritskoða sýninguna, hann sé einfaldlega í höfundaréttargæslu, það sé skylda hans sem útgefandi bókarinnar. Hann segir höfundarlögin skýr, þar segir: „Óheimilt er að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni". Örlög verksins eru hinsvegar óljós. Nýlistasafnið tilkynnti Kristjáni formlega að verkið yrði tekið niður. Aftur á móti sagði Hannes Lárusson, annar af þremur sýningastjórum sýningarinnar, í viðtali við Fréttablaðið í dag, að ef verkið yrði fjarlægt myndi hann kæra það til lögreglunnar. Þegar Kristján er spurður hvernig forlagið muni bregðast við, verði verkið til sýnis annarsstaðar, svarar hann því til að hann treysti því að verkið verði ekki afhent sýningastjórum á ný. Hann bendir á að enginn sé titlaður fyrir verkinu og því sé það á ábyrgð Nýlistasafnsins. Hann spyr svo að lokum: „Og hverslags tjáningarfrelsi er það að þora ekki að segja eitthvað undir nafni?“
Tengdar fréttir Saka Nýlistasafnið um árás á tjáningarfrelsið „Þetta er svartur dagur í sögu tjáningarfrelsis á Íslandi,“ segir Hannes Lárusson, myndlistarmaður og sýningarstjóri, um ákvörðun stjórnar Nýlistasafnsins um að fjarlægja eitt verkanna af sýningunni Koddu. Tugir listamanna taka þátt í sýningunni sem var opnuð í Nýlistasafninu og Alliance-húsinu á Grandagarði um síðustu helgi. 21. apríl 2011 06:30 Nýlistasafnið hefur lokað hluta af umdeildu listasýningunni Koddu Nýlistasafnið hefur lokað hluta af listasýningunni Koddu samkvæmt Ásmundi Ásmundssyni, sem er einn af þremur sýningastjórum sýningarinnar ásamt Hannesi Lárussyni og Tinnu Grétarsdóttur. 20. apríl 2011 21:53 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Saka Nýlistasafnið um árás á tjáningarfrelsið „Þetta er svartur dagur í sögu tjáningarfrelsis á Íslandi,“ segir Hannes Lárusson, myndlistarmaður og sýningarstjóri, um ákvörðun stjórnar Nýlistasafnsins um að fjarlægja eitt verkanna af sýningunni Koddu. Tugir listamanna taka þátt í sýningunni sem var opnuð í Nýlistasafninu og Alliance-húsinu á Grandagarði um síðustu helgi. 21. apríl 2011 06:30
Nýlistasafnið hefur lokað hluta af umdeildu listasýningunni Koddu Nýlistasafnið hefur lokað hluta af listasýningunni Koddu samkvæmt Ásmundi Ásmundssyni, sem er einn af þremur sýningastjórum sýningarinnar ásamt Hannesi Lárussyni og Tinnu Grétarsdóttur. 20. apríl 2011 21:53