Ekki verið að ritskoða listasýningu: Bókin tengist ekki hruninu Valur Grettisson skrifar 21. apríl 2011 11:28 Kristján B. Jónasson spyr hverslag tjáningafrelsi það sé að tjá sig undir nafnleynd. „Málinu er lokið af okkar hálfu,“ segir Kristján B. Jónasson, forsvarsmaður bókaútgáfunnar Crymogeu, sem gaf út bókina Flora Islandica með myndskreytingum Eggerts Péturssonar listmálara. Kristján kvartaði til Nýlistasafnsins vegna listaverksins Fallegasta bók í heimi á listasýningunni Koddu. Bókin var afskræmd með mat, súkkulaði, majonesi, malakoff og þessháttar. Bókin er hluti af stærri innsetningu sýningarinnar. Kristján sendi því Nýlistasafninu formlega kvörtun vegna málsins sem Nýlistasafnið tók mið af og hefur lofað útgefandanum að taka verkið út af sýningunni. Ásmundur Ásmundsson, einn af forsvarsmönnum sýningarinnar sagði í viðtali við Vísi í gærkvöldi að um væri að ræða alvarlega atlögu að tjáningarfrelsinu. Þessu er Kristján ekki sammála. „Sýningarstjórar sem eru að gagnrýna góðærið geta líka getað spurt sig að því hvað bók sem gefin er út síðla árs 2008 og var ekki studd af neinum erlendum velgjörðarmönnum, bönkum né opinberum stofnunum, og hefur ekki einu sinni verið keypt af einum einasta banka, hefur eiginlega að gera inn í þetta pastasósubað?“ segir Kristján og spyr hvernig þessi bók tengist hruninu. Sýningin er afar ágeng og gagnrýnir samfélagið fyrir og eftir hrunið. Kristján segist ekki vera að ritskoða sýninguna, hann sé einfaldlega í höfundaréttargæslu, það sé skylda hans sem útgefandi bókarinnar. Hann segir höfundarlögin skýr, þar segir: „Óheimilt er að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni". Örlög verksins eru hinsvegar óljós. Nýlistasafnið tilkynnti Kristjáni formlega að verkið yrði tekið niður. Aftur á móti sagði Hannes Lárusson, annar af þremur sýningastjórum sýningarinnar, í viðtali við Fréttablaðið í dag, að ef verkið yrði fjarlægt myndi hann kæra það til lögreglunnar. Þegar Kristján er spurður hvernig forlagið muni bregðast við, verði verkið til sýnis annarsstaðar, svarar hann því til að hann treysti því að verkið verði ekki afhent sýningastjórum á ný. Hann bendir á að enginn sé titlaður fyrir verkinu og því sé það á ábyrgð Nýlistasafnsins. Hann spyr svo að lokum: „Og hverslags tjáningarfrelsi er það að þora ekki að segja eitthvað undir nafni?“ Tengdar fréttir Saka Nýlistasafnið um árás á tjáningarfrelsið „Þetta er svartur dagur í sögu tjáningarfrelsis á Íslandi,“ segir Hannes Lárusson, myndlistarmaður og sýningarstjóri, um ákvörðun stjórnar Nýlistasafnsins um að fjarlægja eitt verkanna af sýningunni Koddu. Tugir listamanna taka þátt í sýningunni sem var opnuð í Nýlistasafninu og Alliance-húsinu á Grandagarði um síðustu helgi. 21. apríl 2011 06:30 Nýlistasafnið hefur lokað hluta af umdeildu listasýningunni Koddu Nýlistasafnið hefur lokað hluta af listasýningunni Koddu samkvæmt Ásmundi Ásmundssyni, sem er einn af þremur sýningastjórum sýningarinnar ásamt Hannesi Lárussyni og Tinnu Grétarsdóttur. 20. apríl 2011 21:53 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira
„Málinu er lokið af okkar hálfu,“ segir Kristján B. Jónasson, forsvarsmaður bókaútgáfunnar Crymogeu, sem gaf út bókina Flora Islandica með myndskreytingum Eggerts Péturssonar listmálara. Kristján kvartaði til Nýlistasafnsins vegna listaverksins Fallegasta bók í heimi á listasýningunni Koddu. Bókin var afskræmd með mat, súkkulaði, majonesi, malakoff og þessháttar. Bókin er hluti af stærri innsetningu sýningarinnar. Kristján sendi því Nýlistasafninu formlega kvörtun vegna málsins sem Nýlistasafnið tók mið af og hefur lofað útgefandanum að taka verkið út af sýningunni. Ásmundur Ásmundsson, einn af forsvarsmönnum sýningarinnar sagði í viðtali við Vísi í gærkvöldi að um væri að ræða alvarlega atlögu að tjáningarfrelsinu. Þessu er Kristján ekki sammála. „Sýningarstjórar sem eru að gagnrýna góðærið geta líka getað spurt sig að því hvað bók sem gefin er út síðla árs 2008 og var ekki studd af neinum erlendum velgjörðarmönnum, bönkum né opinberum stofnunum, og hefur ekki einu sinni verið keypt af einum einasta banka, hefur eiginlega að gera inn í þetta pastasósubað?“ segir Kristján og spyr hvernig þessi bók tengist hruninu. Sýningin er afar ágeng og gagnrýnir samfélagið fyrir og eftir hrunið. Kristján segist ekki vera að ritskoða sýninguna, hann sé einfaldlega í höfundaréttargæslu, það sé skylda hans sem útgefandi bókarinnar. Hann segir höfundarlögin skýr, þar segir: „Óheimilt er að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni". Örlög verksins eru hinsvegar óljós. Nýlistasafnið tilkynnti Kristjáni formlega að verkið yrði tekið niður. Aftur á móti sagði Hannes Lárusson, annar af þremur sýningastjórum sýningarinnar, í viðtali við Fréttablaðið í dag, að ef verkið yrði fjarlægt myndi hann kæra það til lögreglunnar. Þegar Kristján er spurður hvernig forlagið muni bregðast við, verði verkið til sýnis annarsstaðar, svarar hann því til að hann treysti því að verkið verði ekki afhent sýningastjórum á ný. Hann bendir á að enginn sé titlaður fyrir verkinu og því sé það á ábyrgð Nýlistasafnsins. Hann spyr svo að lokum: „Og hverslags tjáningarfrelsi er það að þora ekki að segja eitthvað undir nafni?“
Tengdar fréttir Saka Nýlistasafnið um árás á tjáningarfrelsið „Þetta er svartur dagur í sögu tjáningarfrelsis á Íslandi,“ segir Hannes Lárusson, myndlistarmaður og sýningarstjóri, um ákvörðun stjórnar Nýlistasafnsins um að fjarlægja eitt verkanna af sýningunni Koddu. Tugir listamanna taka þátt í sýningunni sem var opnuð í Nýlistasafninu og Alliance-húsinu á Grandagarði um síðustu helgi. 21. apríl 2011 06:30 Nýlistasafnið hefur lokað hluta af umdeildu listasýningunni Koddu Nýlistasafnið hefur lokað hluta af listasýningunni Koddu samkvæmt Ásmundi Ásmundssyni, sem er einn af þremur sýningastjórum sýningarinnar ásamt Hannesi Lárussyni og Tinnu Grétarsdóttur. 20. apríl 2011 21:53 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira
Saka Nýlistasafnið um árás á tjáningarfrelsið „Þetta er svartur dagur í sögu tjáningarfrelsis á Íslandi,“ segir Hannes Lárusson, myndlistarmaður og sýningarstjóri, um ákvörðun stjórnar Nýlistasafnsins um að fjarlægja eitt verkanna af sýningunni Koddu. Tugir listamanna taka þátt í sýningunni sem var opnuð í Nýlistasafninu og Alliance-húsinu á Grandagarði um síðustu helgi. 21. apríl 2011 06:30
Nýlistasafnið hefur lokað hluta af umdeildu listasýningunni Koddu Nýlistasafnið hefur lokað hluta af listasýningunni Koddu samkvæmt Ásmundi Ásmundssyni, sem er einn af þremur sýningastjórum sýningarinnar ásamt Hannesi Lárussyni og Tinnu Grétarsdóttur. 20. apríl 2011 21:53