Krefur grasrótasamtök svara um fjölmiðlalög - ekki "T-fínt" Valur Grettisson skrifar 21. apríl 2011 15:16 Guðmundur Franklín Jónsson. „Ég eiginlega trúði þessu ekki fyrst," segir Guðmundur Franklín Jónsson, sem er einn af þeim sem standa að undirskriftasöfnun gegn nýjum fjölmiðlalögum, á fjölmiðlalög.is, sem voru samþykkt á Alþingi um miðjan apríl. Hann fékk spurningalista frá Elíasi Jóni Guðjónssyni, aðstoðarmanni ráðherra, þar sem hann er krafinn svara um fullyrðingar sem hann heldur fram á heimasíðunni. Tilefni þess að Elías sendir spurningarnar er texti á heimasíðunni þar sem ástæður áskoranna um að forsetinn synji lögunum staðfestingar eru reifaðar. Sjálfur skrifar Elías: „Ég var að skoða síðu sem þú er titlaður ábyrgðaraðili á og hefur að geyma undirskriftarsöfnun við áskorun til Forseta Íslands um að hann synji lögum um fjölmiðla sem Alþingi samþykkti á föstudag staðfestingar. Ástæður áskorannarinnar eru listaðar upp á síðunni. Eru þær þess eðlis að ég verð að óska eftir svörum frá þér við eftirfarandi, sem er tekið úr áskorunartextanum, helst með vísunum í greinar frumvarpsins." Elías spyr Guðmund meðal annars í hverju felist atlagan gegn sjálfstæði frjálsra fjölmiðla í frumvarpinu og fleiri spurningar í svipuðum dúr. Í lok bréfsins segir: „Það er, eins og sjá má, afar mikilvægt að fá nákvæmlega úr þessu skorið, ekki síst þar sem þarna er því haldið fram að Alþingi hafi lögfest ritskoðun, gengið í berhögg við EES samninginn, gert atlögu að sjálfstæði fjölmiðla o.fl." Guðmundur segist ringlaður eftir að hafa fengið spurningalistann. Hann átti sig ekki fyllilega á því hvort það sé Elías sjálfur sem spyr þessara spurninga eða hvort þær séu frá mennta- og menningamálaráðherranum sjálfum. „Ég átta mig ekki á þessu. Er þetta persónulegt bréf frá Elíasi? Mér finnst þetta fáránlegt," segir Guðmundur sem er afar ósáttur við fjölmiðlalögin en sjálfur starfar hann á Útvarpi Sögu. Aðspurður hvort spurningar Elíasar séu ekki eðlilegar og það sé mikilvægt að halda því sem er rétt til haga, svarar Guðmundur. „Þessum spurningum var svarað í meðförum frumvarpsins á þingi." Guðmundur svaraði þó pósti aðstoðarmannsins. Þar óskar hann eftir skýringum á því í hvaða umboði hann sé að senda fyrirspurnirnar. Þar spyr Guðmundur meðal annars: „Undirritaður óskar eftir skýringu á því af hverju aðstoðarmaður ráðherra telur það í verkahring sínum að óska skýringa frá grasrótarsamtökum?" Og svo biður hann Elías um útskýringar á því hvernig hann hyggist nota þau svör sem kunna berast og í hvaða tilgangi. Spurður hvað honum finnist um að fá þessar spurningar frá aðstoðarmanninum svarar Guðmundur, og vitnar í gamlan tölvupóst Elíasar sem lak í fjölmiðla í júlí á síðasta ári: „Mér finnst það ekki T-fínt." Hér fyrir neðan má lesa spurningar Elíasar og svör Guðmundar. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
„Ég eiginlega trúði þessu ekki fyrst," segir Guðmundur Franklín Jónsson, sem er einn af þeim sem standa að undirskriftasöfnun gegn nýjum fjölmiðlalögum, á fjölmiðlalög.is, sem voru samþykkt á Alþingi um miðjan apríl. Hann fékk spurningalista frá Elíasi Jóni Guðjónssyni, aðstoðarmanni ráðherra, þar sem hann er krafinn svara um fullyrðingar sem hann heldur fram á heimasíðunni. Tilefni þess að Elías sendir spurningarnar er texti á heimasíðunni þar sem ástæður áskoranna um að forsetinn synji lögunum staðfestingar eru reifaðar. Sjálfur skrifar Elías: „Ég var að skoða síðu sem þú er titlaður ábyrgðaraðili á og hefur að geyma undirskriftarsöfnun við áskorun til Forseta Íslands um að hann synji lögum um fjölmiðla sem Alþingi samþykkti á föstudag staðfestingar. Ástæður áskorannarinnar eru listaðar upp á síðunni. Eru þær þess eðlis að ég verð að óska eftir svörum frá þér við eftirfarandi, sem er tekið úr áskorunartextanum, helst með vísunum í greinar frumvarpsins." Elías spyr Guðmund meðal annars í hverju felist atlagan gegn sjálfstæði frjálsra fjölmiðla í frumvarpinu og fleiri spurningar í svipuðum dúr. Í lok bréfsins segir: „Það er, eins og sjá má, afar mikilvægt að fá nákvæmlega úr þessu skorið, ekki síst þar sem þarna er því haldið fram að Alþingi hafi lögfest ritskoðun, gengið í berhögg við EES samninginn, gert atlögu að sjálfstæði fjölmiðla o.fl." Guðmundur segist ringlaður eftir að hafa fengið spurningalistann. Hann átti sig ekki fyllilega á því hvort það sé Elías sjálfur sem spyr þessara spurninga eða hvort þær séu frá mennta- og menningamálaráðherranum sjálfum. „Ég átta mig ekki á þessu. Er þetta persónulegt bréf frá Elíasi? Mér finnst þetta fáránlegt," segir Guðmundur sem er afar ósáttur við fjölmiðlalögin en sjálfur starfar hann á Útvarpi Sögu. Aðspurður hvort spurningar Elíasar séu ekki eðlilegar og það sé mikilvægt að halda því sem er rétt til haga, svarar Guðmundur. „Þessum spurningum var svarað í meðförum frumvarpsins á þingi." Guðmundur svaraði þó pósti aðstoðarmannsins. Þar óskar hann eftir skýringum á því í hvaða umboði hann sé að senda fyrirspurnirnar. Þar spyr Guðmundur meðal annars: „Undirritaður óskar eftir skýringu á því af hverju aðstoðarmaður ráðherra telur það í verkahring sínum að óska skýringa frá grasrótarsamtökum?" Og svo biður hann Elías um útskýringar á því hvernig hann hyggist nota þau svör sem kunna berast og í hvaða tilgangi. Spurður hvað honum finnist um að fá þessar spurningar frá aðstoðarmanninum svarar Guðmundur, og vitnar í gamlan tölvupóst Elíasar sem lak í fjölmiðla í júlí á síðasta ári: „Mér finnst það ekki T-fínt." Hér fyrir neðan má lesa spurningar Elíasar og svör Guðmundar.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira