Krefur grasrótasamtök svara um fjölmiðlalög - ekki "T-fínt" Valur Grettisson skrifar 21. apríl 2011 15:16 Guðmundur Franklín Jónsson. „Ég eiginlega trúði þessu ekki fyrst," segir Guðmundur Franklín Jónsson, sem er einn af þeim sem standa að undirskriftasöfnun gegn nýjum fjölmiðlalögum, á fjölmiðlalög.is, sem voru samþykkt á Alþingi um miðjan apríl. Hann fékk spurningalista frá Elíasi Jóni Guðjónssyni, aðstoðarmanni ráðherra, þar sem hann er krafinn svara um fullyrðingar sem hann heldur fram á heimasíðunni. Tilefni þess að Elías sendir spurningarnar er texti á heimasíðunni þar sem ástæður áskoranna um að forsetinn synji lögunum staðfestingar eru reifaðar. Sjálfur skrifar Elías: „Ég var að skoða síðu sem þú er titlaður ábyrgðaraðili á og hefur að geyma undirskriftarsöfnun við áskorun til Forseta Íslands um að hann synji lögum um fjölmiðla sem Alþingi samþykkti á föstudag staðfestingar. Ástæður áskorannarinnar eru listaðar upp á síðunni. Eru þær þess eðlis að ég verð að óska eftir svörum frá þér við eftirfarandi, sem er tekið úr áskorunartextanum, helst með vísunum í greinar frumvarpsins." Elías spyr Guðmund meðal annars í hverju felist atlagan gegn sjálfstæði frjálsra fjölmiðla í frumvarpinu og fleiri spurningar í svipuðum dúr. Í lok bréfsins segir: „Það er, eins og sjá má, afar mikilvægt að fá nákvæmlega úr þessu skorið, ekki síst þar sem þarna er því haldið fram að Alþingi hafi lögfest ritskoðun, gengið í berhögg við EES samninginn, gert atlögu að sjálfstæði fjölmiðla o.fl." Guðmundur segist ringlaður eftir að hafa fengið spurningalistann. Hann átti sig ekki fyllilega á því hvort það sé Elías sjálfur sem spyr þessara spurninga eða hvort þær séu frá mennta- og menningamálaráðherranum sjálfum. „Ég átta mig ekki á þessu. Er þetta persónulegt bréf frá Elíasi? Mér finnst þetta fáránlegt," segir Guðmundur sem er afar ósáttur við fjölmiðlalögin en sjálfur starfar hann á Útvarpi Sögu. Aðspurður hvort spurningar Elíasar séu ekki eðlilegar og það sé mikilvægt að halda því sem er rétt til haga, svarar Guðmundur. „Þessum spurningum var svarað í meðförum frumvarpsins á þingi." Guðmundur svaraði þó pósti aðstoðarmannsins. Þar óskar hann eftir skýringum á því í hvaða umboði hann sé að senda fyrirspurnirnar. Þar spyr Guðmundur meðal annars: „Undirritaður óskar eftir skýringu á því af hverju aðstoðarmaður ráðherra telur það í verkahring sínum að óska skýringa frá grasrótarsamtökum?" Og svo biður hann Elías um útskýringar á því hvernig hann hyggist nota þau svör sem kunna berast og í hvaða tilgangi. Spurður hvað honum finnist um að fá þessar spurningar frá aðstoðarmanninum svarar Guðmundur, og vitnar í gamlan tölvupóst Elíasar sem lak í fjölmiðla í júlí á síðasta ári: „Mér finnst það ekki T-fínt." Hér fyrir neðan má lesa spurningar Elíasar og svör Guðmundar. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
„Ég eiginlega trúði þessu ekki fyrst," segir Guðmundur Franklín Jónsson, sem er einn af þeim sem standa að undirskriftasöfnun gegn nýjum fjölmiðlalögum, á fjölmiðlalög.is, sem voru samþykkt á Alþingi um miðjan apríl. Hann fékk spurningalista frá Elíasi Jóni Guðjónssyni, aðstoðarmanni ráðherra, þar sem hann er krafinn svara um fullyrðingar sem hann heldur fram á heimasíðunni. Tilefni þess að Elías sendir spurningarnar er texti á heimasíðunni þar sem ástæður áskoranna um að forsetinn synji lögunum staðfestingar eru reifaðar. Sjálfur skrifar Elías: „Ég var að skoða síðu sem þú er titlaður ábyrgðaraðili á og hefur að geyma undirskriftarsöfnun við áskorun til Forseta Íslands um að hann synji lögum um fjölmiðla sem Alþingi samþykkti á föstudag staðfestingar. Ástæður áskorannarinnar eru listaðar upp á síðunni. Eru þær þess eðlis að ég verð að óska eftir svörum frá þér við eftirfarandi, sem er tekið úr áskorunartextanum, helst með vísunum í greinar frumvarpsins." Elías spyr Guðmund meðal annars í hverju felist atlagan gegn sjálfstæði frjálsra fjölmiðla í frumvarpinu og fleiri spurningar í svipuðum dúr. Í lok bréfsins segir: „Það er, eins og sjá má, afar mikilvægt að fá nákvæmlega úr þessu skorið, ekki síst þar sem þarna er því haldið fram að Alþingi hafi lögfest ritskoðun, gengið í berhögg við EES samninginn, gert atlögu að sjálfstæði fjölmiðla o.fl." Guðmundur segist ringlaður eftir að hafa fengið spurningalistann. Hann átti sig ekki fyllilega á því hvort það sé Elías sjálfur sem spyr þessara spurninga eða hvort þær séu frá mennta- og menningamálaráðherranum sjálfum. „Ég átta mig ekki á þessu. Er þetta persónulegt bréf frá Elíasi? Mér finnst þetta fáránlegt," segir Guðmundur sem er afar ósáttur við fjölmiðlalögin en sjálfur starfar hann á Útvarpi Sögu. Aðspurður hvort spurningar Elíasar séu ekki eðlilegar og það sé mikilvægt að halda því sem er rétt til haga, svarar Guðmundur. „Þessum spurningum var svarað í meðförum frumvarpsins á þingi." Guðmundur svaraði þó pósti aðstoðarmannsins. Þar óskar hann eftir skýringum á því í hvaða umboði hann sé að senda fyrirspurnirnar. Þar spyr Guðmundur meðal annars: „Undirritaður óskar eftir skýringu á því af hverju aðstoðarmaður ráðherra telur það í verkahring sínum að óska skýringa frá grasrótarsamtökum?" Og svo biður hann Elías um útskýringar á því hvernig hann hyggist nota þau svör sem kunna berast og í hvaða tilgangi. Spurður hvað honum finnist um að fá þessar spurningar frá aðstoðarmanninum svarar Guðmundur, og vitnar í gamlan tölvupóst Elíasar sem lak í fjölmiðla í júlí á síðasta ári: „Mér finnst það ekki T-fínt." Hér fyrir neðan má lesa spurningar Elíasar og svör Guðmundar.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira