Krefur grasrótasamtök svara um fjölmiðlalög - ekki "T-fínt" Valur Grettisson skrifar 21. apríl 2011 15:16 Guðmundur Franklín Jónsson. „Ég eiginlega trúði þessu ekki fyrst," segir Guðmundur Franklín Jónsson, sem er einn af þeim sem standa að undirskriftasöfnun gegn nýjum fjölmiðlalögum, á fjölmiðlalög.is, sem voru samþykkt á Alþingi um miðjan apríl. Hann fékk spurningalista frá Elíasi Jóni Guðjónssyni, aðstoðarmanni ráðherra, þar sem hann er krafinn svara um fullyrðingar sem hann heldur fram á heimasíðunni. Tilefni þess að Elías sendir spurningarnar er texti á heimasíðunni þar sem ástæður áskoranna um að forsetinn synji lögunum staðfestingar eru reifaðar. Sjálfur skrifar Elías: „Ég var að skoða síðu sem þú er titlaður ábyrgðaraðili á og hefur að geyma undirskriftarsöfnun við áskorun til Forseta Íslands um að hann synji lögum um fjölmiðla sem Alþingi samþykkti á föstudag staðfestingar. Ástæður áskorannarinnar eru listaðar upp á síðunni. Eru þær þess eðlis að ég verð að óska eftir svörum frá þér við eftirfarandi, sem er tekið úr áskorunartextanum, helst með vísunum í greinar frumvarpsins." Elías spyr Guðmund meðal annars í hverju felist atlagan gegn sjálfstæði frjálsra fjölmiðla í frumvarpinu og fleiri spurningar í svipuðum dúr. Í lok bréfsins segir: „Það er, eins og sjá má, afar mikilvægt að fá nákvæmlega úr þessu skorið, ekki síst þar sem þarna er því haldið fram að Alþingi hafi lögfest ritskoðun, gengið í berhögg við EES samninginn, gert atlögu að sjálfstæði fjölmiðla o.fl." Guðmundur segist ringlaður eftir að hafa fengið spurningalistann. Hann átti sig ekki fyllilega á því hvort það sé Elías sjálfur sem spyr þessara spurninga eða hvort þær séu frá mennta- og menningamálaráðherranum sjálfum. „Ég átta mig ekki á þessu. Er þetta persónulegt bréf frá Elíasi? Mér finnst þetta fáránlegt," segir Guðmundur sem er afar ósáttur við fjölmiðlalögin en sjálfur starfar hann á Útvarpi Sögu. Aðspurður hvort spurningar Elíasar séu ekki eðlilegar og það sé mikilvægt að halda því sem er rétt til haga, svarar Guðmundur. „Þessum spurningum var svarað í meðförum frumvarpsins á þingi." Guðmundur svaraði þó pósti aðstoðarmannsins. Þar óskar hann eftir skýringum á því í hvaða umboði hann sé að senda fyrirspurnirnar. Þar spyr Guðmundur meðal annars: „Undirritaður óskar eftir skýringu á því af hverju aðstoðarmaður ráðherra telur það í verkahring sínum að óska skýringa frá grasrótarsamtökum?" Og svo biður hann Elías um útskýringar á því hvernig hann hyggist nota þau svör sem kunna berast og í hvaða tilgangi. Spurður hvað honum finnist um að fá þessar spurningar frá aðstoðarmanninum svarar Guðmundur, og vitnar í gamlan tölvupóst Elíasar sem lak í fjölmiðla í júlí á síðasta ári: „Mér finnst það ekki T-fínt." Hér fyrir neðan má lesa spurningar Elíasar og svör Guðmundar. Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
„Ég eiginlega trúði þessu ekki fyrst," segir Guðmundur Franklín Jónsson, sem er einn af þeim sem standa að undirskriftasöfnun gegn nýjum fjölmiðlalögum, á fjölmiðlalög.is, sem voru samþykkt á Alþingi um miðjan apríl. Hann fékk spurningalista frá Elíasi Jóni Guðjónssyni, aðstoðarmanni ráðherra, þar sem hann er krafinn svara um fullyrðingar sem hann heldur fram á heimasíðunni. Tilefni þess að Elías sendir spurningarnar er texti á heimasíðunni þar sem ástæður áskoranna um að forsetinn synji lögunum staðfestingar eru reifaðar. Sjálfur skrifar Elías: „Ég var að skoða síðu sem þú er titlaður ábyrgðaraðili á og hefur að geyma undirskriftarsöfnun við áskorun til Forseta Íslands um að hann synji lögum um fjölmiðla sem Alþingi samþykkti á föstudag staðfestingar. Ástæður áskorannarinnar eru listaðar upp á síðunni. Eru þær þess eðlis að ég verð að óska eftir svörum frá þér við eftirfarandi, sem er tekið úr áskorunartextanum, helst með vísunum í greinar frumvarpsins." Elías spyr Guðmund meðal annars í hverju felist atlagan gegn sjálfstæði frjálsra fjölmiðla í frumvarpinu og fleiri spurningar í svipuðum dúr. Í lok bréfsins segir: „Það er, eins og sjá má, afar mikilvægt að fá nákvæmlega úr þessu skorið, ekki síst þar sem þarna er því haldið fram að Alþingi hafi lögfest ritskoðun, gengið í berhögg við EES samninginn, gert atlögu að sjálfstæði fjölmiðla o.fl." Guðmundur segist ringlaður eftir að hafa fengið spurningalistann. Hann átti sig ekki fyllilega á því hvort það sé Elías sjálfur sem spyr þessara spurninga eða hvort þær séu frá mennta- og menningamálaráðherranum sjálfum. „Ég átta mig ekki á þessu. Er þetta persónulegt bréf frá Elíasi? Mér finnst þetta fáránlegt," segir Guðmundur sem er afar ósáttur við fjölmiðlalögin en sjálfur starfar hann á Útvarpi Sögu. Aðspurður hvort spurningar Elíasar séu ekki eðlilegar og það sé mikilvægt að halda því sem er rétt til haga, svarar Guðmundur. „Þessum spurningum var svarað í meðförum frumvarpsins á þingi." Guðmundur svaraði þó pósti aðstoðarmannsins. Þar óskar hann eftir skýringum á því í hvaða umboði hann sé að senda fyrirspurnirnar. Þar spyr Guðmundur meðal annars: „Undirritaður óskar eftir skýringu á því af hverju aðstoðarmaður ráðherra telur það í verkahring sínum að óska skýringa frá grasrótarsamtökum?" Og svo biður hann Elías um útskýringar á því hvernig hann hyggist nota þau svör sem kunna berast og í hvaða tilgangi. Spurður hvað honum finnist um að fá þessar spurningar frá aðstoðarmanninum svarar Guðmundur, og vitnar í gamlan tölvupóst Elíasar sem lak í fjölmiðla í júlí á síðasta ári: „Mér finnst það ekki T-fínt." Hér fyrir neðan má lesa spurningar Elíasar og svör Guðmundar.
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira