Innlent

Illfært í Reykjavík sem annarsstaðar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það þarf víða að moka bíla út úr sköflum á höfuðborgarsvæðinu.
Það þarf víða að moka bíla út úr sköflum á höfuðborgarsvæðinu. mynd/ egill.
Það er illfært, eða jafnvel ófært, víðar en á höfuðborgarsvæðinu. Vegagerðin segir að hálka sé á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Ófært er á Mosfellsheiði. Á Suðurlandi er hálka á flestum leiðum þó er þæfingur og snjóþekja á fáfarnari leiðum. Snjóþekja og skafrenningur er við Vík.

Hálka og skafrenningur er á Reykjanesbraut og hálka á Grindarvíkurvegi. Þæfingsfærð er á Suðurstrandavegi. Þungfært og skafrenningur er á milli Keflavíkur, Garðs og Sandgerðis en unnið er að mokstri.

Á Vesturlandi er víðast hvar hálka, snjóþekja, éljagangur og snjókoma. Hálka og éljagangur er á Fróðárheiði og hálka á Vatnaleið og Bröttubrekku. Snjóþekja er á Holtavörðuheiði.

Á Vestfjörðum er víðast hvar hálka eða snjóþekja.

Snjóþekja, hálka, snjókoma og éljagangur er víðast hvar á Norðurlandi og sumstaðar einhver skafrenningur. Snjóþekja og snjókoma er á Vatnsskarði.

Á Norð-austur- og Austurlandi er víðast hvar hálka en sumstaðar snjóþekja. Hálka og skafrenningur er á Hólasandi. Snjóþekja eða þæfingur er á fáeinum útvegum.

Á Suðausturlandi er snjóþekja, hálka og snjókoma. Þæfingsfærð og skafrenningur er frá Vík að Kirkjubæjarklaustri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×